Aukið sjálfstraust dáleiðsla

Dáleiðsla – aukið sjálfstraust

Ég er rúmlega tvítugur strákur og stend mig vel í íþróttum.

Hef verið að keppa bæði hér heima og erlandis.
Ég hef æft í mörg ár og oftast gengið mjög vel en þegar hér er við sögu komið er ég farinn að efast um sjálfan mig.
Líklega hef ég hræðst samkeppnina, því eftir því sem maður nær lengra er ætlast til þess að maður nái enn lengra.
Kannski var ég farinn að ætlast til of mikils af mér sjálfur.
Nú stóð ég frammi fyrir einhverjum ótta sem var að trufla mig.
Ég skorti sjálfstraust sem kemur manni á verðlaunapallinn og það var stutt í keppni.
Pabbi hafði heyrt um Hólmfríði og benti mér á að fara til hennar.
Ég vissi ekkert hvað ég var að fara út í og var ekki búinn að lesa neitt um hana né dáleiðsluferlið þegar ég fór.
Viðtalið var mjög mikilvægt fyrir mig og það hjálpaði mér í sjálfri dáleiðslunni.
Ég var búinn að tala um allt sem ég þurfti að vinna með áður en farið var í dáleiðsluna.
Í viðtalinu kom í ljós að ég var farinn að hugsa of mikið um hvað öðrum fyndist um mig.
Ég var farinn að minnka mig og sjá aðra stærri og betri.
Hólmfríður benti mér á að stækka mig og sjá mig stærri en aðra.
Dæmi um fótbolta:
Þegar fótboltamaður skýtur í mark er markið stórt en markmaðurinn lítill og þá er ekki spurning um hvað gerist. Þú skorar!
Þetta er í raun bara hugarfarið, hvernig við hugsum.
Ef við erum búin að ákveða að okkur gangi illa þá gerist það bara.
Ég fékk ýmis ráð sem ég gat nýtt mér og í sjálfri dáleiðslunni sá ég mig byrja í íþróttum og allt ferlið. Hvernig ég stækkaði með minni íþrótt.
Hvað þetta var alltaf mikilvægt fyrir mig að vera í fremstu röð og afhverju.
Ég sá síðan hvað gerðist á leiðinni, afhverju ég missti trúna á sjálfan mig og var farinn að efast.
Mér hefur gengið vel síðan ég fór í þennan eina tíma sem var í 90 min og er hættur að spá hversu góðir aðrir eru því þetta snýst auðvitað um mig.