Sjöan Sjálfsdáleiðsluferðalag

 

Sjöan er fyrir þá sem vilja taka allan pakkann, frá A-Ö og tilbúnir í stóra sjálfsvinnu.
Hér er unnið útfrá orkustöðvunum 7 og er þetta ferðalag sérstaklega búið til fyrir fólk með vefjagigt og þá sem eiga erfitt með að losna við reiði,  streitu eða verki.

Barnæskan er skoðuð og allt upp í daginn í dag.

Sjöan er skemmtilegt sjálfsdáleiðsluferðalag,  7 tímar á 7 vikum þar sem viðtali er sleppt nema í fyrsta tíma sem er í 70 min.

Öll vinnan fer fram á bekk í dáleiðsluástandi og því er ekki komið á staðinn með neitt fyrirfram ákveðið að vinna með eins og venjan er í annarskonar dáleiðslu.

Sjöan er eitt áhugaverðasta verkefni sem ég hef þróað í gegnum tíðina útfrá hugleiðslu og Reiki áhrifum.
Ég lærði Reiki fyrir nokkrum árum og fór að vinna með orkustöðvarnar 7. Fljótlega á eftir lærði ég meðferðardáleiðsluna og hef svo bætt við mig nokkrum dáleiðsluaðferðum og hef þróað mína eigin aðferðir í gegnum árin.

Sjöan er góð fyrir þá sem vilja skoða líf sitt.

Sá sem velur að taka sjöuna byrjar á 1. orkustöðinni sem er rótarstöðin og er rauð.

Viðkomandi er leiddur í létt dáleiðsluástand og svo hefst sjálfsdáleiðsluferlið.
Hérna er byrjað að skoða hvað 1. orkustöðin hefur að geyma.
Hér geta komið upp allavegana minningar, góðar og slæmar sem við erum að skoða.
Hér erum við ekki að leita að neinu sérstöku og ekki að reyna að losna við neitt sérstakt eða taka inn neitt nýtt, aðeins að kanna aðstæður.

Hér getur margt skemmtilegt komið upp, ýmislegt sem við vorum búin að gleyma, góðar minningar sem koma með þakklæti og sumar minningar koma með allt aðra sýn á sér en við höfðum áður.

Í tíma 2 er svo farið í 2. orkustöð sem er tilfinningastöðin og er appelsínugul og svo koll af kolli þar til endað er í hinni hvítu krónustöð.

Aðrar stöðvar eru sólarplexus sem er sjálfið: Ég er, ég vil, ég ætla.

Hjartastöðin sem geymir þá sem við elskum, ást til okkar, tilfinningar, höfnun,
vonbrigði og gleði.

Hálsstöðin þar sem við geymum tjáninguna en háls og tilfinningastöð hafa mikla tengingu.
Sagt er að við geymum flest áföll jafnt stór sem pínulítil í maganum en við getum geymt þau víða annarsstaðar.

Ennisstöð þar sem við geymum 6. skilningarvitið, innsæið, næmni, fegur fyrir því sem við sjáum, heyrum og upplifum og síðast krónustöðin þar sem við tengjumst hinu andlega sjálfi.

Stöðvarnar sjö hafa að geyma alla regnbogans liti og því má einnig kalla sjöuna Regnbogadáleiðslu.
Hver tími er í klukkustund og gott er að taka tímana 7 á 7 vikum en það er líka í lagi að láta stundum 2 vikur líða á milli tíma.

Viðkomandi gæti orðið óvenju opinn fyrstu dagana eftir hvern tíma.

Sjöan er hugsuð án viðtals og er hver tími í 60 min nema fyrsti tími  í 75 min.
Einungis er hægt að kaupa fyrsta tímann stakan sem kostar 18.000 kr sem er hluti af staðgreiðsluverði ef ákvörðun er tekin að ferðast um alla 7 tímana.

Ferðalagið staðgreitt 94.500 kr. ( 7 tímar)