Sjöan Sjálfsdáleiðsluferðalag

Sjöan er fyrir þá sem eru tilbúnir í mikla sjálfsvinnu.

Hér er unnið með orkustöðvarnar 7 og er þetta ferðalag sérstaklega hannað fyrir fólk með vefjagigt og þá sem eiga erfitt með að losna við reiði,  streitu eða verki.

Barnæskan er skoðuð og allt upp í daginn í dag.

Sjöan er skemmtilegt sjálfsdáleiðsluferðalag,  7 tímar á 7 vikum.

Tíminn er í 60 min.

Vinnan fer fram á bekk í dáleiðsluástandi og ekki er komið á staðinn með neitt fyrirfram ákveðið að vinna með eins og venjan er í dáleiðslu.

Sjöan er eitt áhugaverðasta verkefni sem ég hef þróað í gegnum tíðina útfrá hugleiðslu / dáleiðslu og Reiki áhrifum.
Ég lærði Reiki fyrir nokkrum árum og fór að vinna með orkustöðvarnar 7. Sama ár lærði ég meðferðardáleiðsluna og hef svo bætt við mig nokkrum námskeiðum í dáleiðslu og hef þróað mínar eigin aðferðir í gegnum árin.

Sjöan er góð fyrir þá sem vilja skoða líf sitt.

Sá sem velur að taka sjöuna byrjar á 1. orkustöðinni sem er rótarstöðin og er rauð. Jarðtengingin!

Viðkomandi er leiddur í létt dáleiðsluástand og út frá því gengur hann inn í sína eigin sjálfsdáleiðslu.

Hér byrja flestir á barnæskunni. Ganga um barnæskuna, kíkja við heima, í skólann, í eldhúsið til ömmu. Tengja sig við hluti sem þeir finna, staldra við og skoða tilfinningar sem koma upp þegar þeir finna eitthvað sem þeir kannast við. Hér koma oftast upp minningar sem segja eitthvað. Ekkert sérstakt að gerast en samt mikilvæg skilaboð.

Hér erum við ekki að reyna að losna við neitt sérstakt eða taka inn neitt nýtt, aðeins að kanna aðstæður.

Í tíma 2 er svo farið í orkustöð nr. 2 sem er tilfinningastöðin og er appelsínugul. Skapandi stöð sem hefur að geyma orkuna okkar sem rekur okkur áfram í að skapa. Skiptir þá ekki máli hvort um sé að ræða listamann eða lögfræðing. Allir eru skapandi í lífi og starfi.

Þriðja stöðin er sólarplexus sem er sjálfið: Ég er, ég vil, ég ætla.

Fjórða stöðin hjartastöðin sem geymir þá sem við elskum, ást til okkar, tilfinningar, höfnun, vonbrigði og gleði.

5. stöðin er hálsstöðin með tjáninguna og hafa háls og tilfinningastöð mikla tengingu.
Sagt er að við geymum flest áföll, stór sem lítil í maganum en getum líka geymt þau víða annarsstaðar.

6. stöðin er ennisstöðin þar sem við geymum 6. skilningarvitið, innsæið, næmni, fegur fyrir því sem við sjáum, heyrum og upplifum og hvernig við vinnum úr uppl. sem við tökum inn.

7. og síðasta aðalorkustöðin er krónustöðin. þar tengjumst við hinu andlega sjálfi. Alheimsorkunni!

Stöðvarnar sjö hafa að geyma alla regnbogans liti og því má einnig kalla sjöuna Regnbogadáleiðslu.
Gott er að taka tímana 7 á 7 vikum en það er líka í besta lagi að láta stundum 2 vikur líða á milli tíma.

Viðkomandi gæti orðið óvenju opinn fyrstu dagana eftir hvern tíma.

Einungis er hægt að kaupa fyrsta tímann stakan sem er í 60 min á 20.000 kr og er hluti af staðgreiðsluverði ef ákvörðun er tekin að ferðast um alla tímana 7.

Ferðalagið staðgreitt 119.000 kr. ( 7 tímar)

Að vinna í sjálfum sér er besta gjöfin og að gefa góða gjöf er næstbesta gjöfin. Erum með gjafabréf í Sjöuna og staka dáleiðslutíma.

Reynslusaga:  Tæplega fertugur maður segir frá.

Eftir sjö tíma ferðalag í gegnum regnbogann hefur ýmislegt breyst hjá mér. Sjálfstraustið hefur styrkst til muna. Þolinmæðin hefur að sama skapi aukist mikið og get ég núna auðveldlega tekist á við erfið verkefni og sem meira er gat ég brosað í gegnum mikla raun núna í sumar þegar báturinn minn bilaði og þrátt fyrir tilfinningalegt og fjárhagslegt tjón gat ég haldið ró minni.
Ég fann mun á mér strax eftir fyrsta dáleiðslutíma, fann innri frið og ró.
Á þessum 7 tímum, sem ég tók á rúmum tveimur mánuðum, náði ég að skoða líf mitt frá unga aldri og kynnast mér betur. Það kom mér á óvart hvað líf mitt var í raun gott þrátt fyrir áföll sem ég hafði lent í varðandi fyrirtækjarekstur.
Samviskubit, streita og eftirsjá hafði nagað mig í gegnum árin en Þó ég hafi misst mikið þá á ég mikið. Velgengni er góð en góð heilsa er betri.
Og nú þegar ég hugsa vel um mig þá get ég hugsað vel um aðra.
Ég er einnig farinn að forgangsraða þegar kemur að fólki og ég þarf ekki að þóknast öllum.