Meðvirkni

Frelsi frá meðvirkni

Hefur þú ef til vill lent í erfiðri reynslu sem hefur gert þig sterkari og þannig örlítið fjarlægari, reynslu sem hefur búið til einskonar varnarvegg svo ekki sé hægt að særa þig meira?

Líklega margir sem þekkja þetta og eins einhverjir sem þekkja kærleikslausa æsku. Foreldri sem kunni ekki betur en svo að ala barnið sitt upp á sama hátt og hann var alinn upp eða jafnvel búið við alkhólisma eða langvarandi veikindi í nánustu fjölskyldu sem gerðu hann sterkari, fjarlægari og um leið veikari á einhvern hátt.

Meðvirkni getur skapað kærleikslausar aðstæður þar sem sá meðvirki er um leið stjórnsamur og gleymir að lifa í núinu og njóta augnabliksins.
Er kominn tími til að huga betur að sjálfum sér, sleppa taki af öðrum og efla styrk, jákvæðni og ofnæmiskerfið?

Ef svo er þá geturðu pantað tíma í dáleiðslu þar sem þú færð tíma til að huga fyrst og fremst að þér og því sem skiptir þig mestu máli í dag.