DÁLEIÐSLA

Dáleiðsla er skemmtileg og þægileg meðferð sem auðveldar þér að sjá skýrt hvað þú vilt og hvað þú vilt ekki.

Viltu hugsa skýrt, dvelja í núinu og njóta augnabliksins?

Dáleiðsla til að hætta að reykja, losnað við streitu eða kvíða, margfalda sjálfstraustið, breyta mataræði og margt fleira. 

Ég stjórna þér ekki heldur leiði þig áfram í vinnu og hef því kosið að kalla mig dáleiðara.

Ég gef þér “verkfæri” sem þú notar eða notar ekki. Ekki þarf að koma með vandamál til að vinna úr en flestir eiga það þó sameiginlegt að vera að fást við eitthvað eins og td. smávægileg innri átök og margir vilja bæta sig á einhvern hátt.

Sumir vilja eingöngu skoða og rifja upp gamlar minningar eða gera upp eitthvað úr fortíðinn til að finna frelsið.

Hverjir koma í dáleiðslu?

Þeir sem eru að vinna í sjálfum sér, eru búnir að fara í gegnum velgengni, erfiðleika og allt þar á milli.

Dáleiðsla - bloggið mitt

Dáleiðsla - reynslusögur

Facebook