DÁLEIÐSLA

Dáleiðsla er skemmtileg og þægileg meðferð sem auðveldar þér að sjá skýrt hvað þú vilt og hvað þú vilt ekki og finna réttu leiðina að markmiðum þínum.

Með hjálp dáleiðslu geturðu losnað við streitu og kvíða, margfalda sjálfstraustið, hætt að reykja, byrjað að breyta mataræði, efla hreyfingu og margt fleira. 

Ég stjórna þér ekki heldur leiði þig áfram í vinnu og hef því kosið að kalla mig dáleiðara.

Í dáleiðsluástandi hjálpa ég fólki að hjálpa sér sjálft við að rifja upp minningar, vinna úr áföllum og fá betri heilsu, sofa betur, losna við þráhyggju, meðvirkni, verki, fullkomnunaráráttu eða gera upp eitthvað úr fortíðinn til að finna frelsið.

Þeir sem koma í dáleiðslu eru búnir að fara í gegnum velgengni, erfiðleika og allt þar á milli. 

Hringdu endilega eða sendu mér póst á hj@daleidari.is ef tímar á bókunarvef henta ekki.