Hætta að reykja

Hætta að reykja dáleiðsla, streitulosun og breytt mataræði.

Til að hætta að reykja þarftu aðeins einn tíma. Það á líka við þá sem hafa reykt pakka á dag í 40 ár eða meira. Ef þú vilt vinna sérstaklega með heilsuna eins og að losna við streitu, sofa betur, breyta mataræði og byrja að hreyfa þig reglulega þá mæli ég með heilsupakkanum. Þú kemur í þrú skipti þar sem þú hættir að reykja í fyrsta dáleiðslutíma sem er í 75 min.

Viku seinna mætir þú í viðtal á staðnum (má vera símaviðtal) sem stendur í 30-45 min. Í þessu viðtali tökum við stöðuna og metum framhaldið og finnum tíma fyrir endurkomu í 60 min. dáleiðslutíma. Við gerum þetta á þeim hraða sem hentar þér þannig að ef þú ert tilbúinn að byrja einhverjum dögum eftir viðtalið þá er það mjög fínt og líka í góðu lagi ef þú vilt bíða í tvær til þrjár vikur. Í þessum tíma færðu styrk til að halda áfram að standa með þér og nú byrjar þú einnig að breyta mataræði og auka hreyfingu. Hugsaðu um þig eftir 3 mánuði, 6 mánuði og eitt ár eftir þessa breytingu. Staðgreiðsluafsláttur er veittur ef tímarnir þrír eru greiddir í fyrsta tíma. Samtals 65.000 kr.

Verð fyrir staka tíma:

Hætta að reykja dáleiðsla í 75 min 39.000 kr

Ráðgjöf á staðnum eða í síma í 30-45 min 14.000 kr

Endurkoma í dáleiðslu í 60 min 20.000 kr (sama verð og fyrir aðrar dáleiðslumeðferðir)

Þú getur bókað tíma hjá Hólmfríði á hj@daleidari.is þar sem þú tekur fram hvort þú viljir stakan tíma eða tímana þrjá og hvenær þú sért tilbúinn að hætta að reykja. Ég sendi þér samdægur svar ef þú sendir mér póst fyrir kl 18.00 en annars færðu póst frá mér degi síðar. Einnig er hægt að bóka tíma í síma 698 7807.