Hætta að reykja

Viltu hætta að reykja eða losna við aðra nikótínfíkn?

Til að hætta að reykja þarftu aðeins einn tíma. Það á líka við um þá sem hafa reykt pakka á dag í 40 ár eða meira.
Þú ert að sjálfsögðu velkomin/n í endurkomu til að efla styrkinn eða vinna með mataræði og hreyfingu. Þar sem nikótín hefur áhrif á taugakerfið er mikilvægt að vinna með tilfinningar um leið. Það nægir ekki að sjá fyrir sér sígarettu og telja upp efnin í henni, sjá hversu skaðleg hún sé því við vitum það allt. En hvernig hefur nikótínið áhrif á taugakerfið? Er það að spila með tilfinningar þínar og hegðun? Margir segja að þeir upplifi ró þegar þeir fá sér sígarettu, veib eða nikótínpúða. Væri þá kannski mikilvægt að vinna með streituna þína? Jafnvel kvíða, áhyggjur og hraða? Kannski of mikla ábyrgð? Þegar þú mætir í hætta að reykja dáleiðslu eða til að losna við aðra nikótínþörf þá förum við yfir allar þessar tilfinningar og skoðum líf þitt fyrir fíknina. Þegar þú þurftir ekkert á þessu að halda.
Þú þarft ekki lyf til að losna við fíkn. Vissulega geta lyf hjálpað sumum en þá eru tilfinningarnar eftir.
Þú hefur væntanlega upplifað ýmislegt um ævina og komist í gegnum það. Það tekur aðeins 4 daga fyrir nikótínið að fara úr líkamanum. Þessir dagar gætu orðið svolítið erfiðir en þú munt komast í gegnum þá. Eftir þessa 4 daga erum við að fást við vanann. Við skoðum vanann og sjáum að hann er svolítið eins og sami morgunmatur eða að keyra sömu leið í vinnuna. Margir segja að þegar þeir losnuðu úr vana gleymdu þeir að reykja eða þeir hættu um tíma. Fóru í langt flug eða fluttu erlendis, skiptu um vinnu þar sem enginn reykti eða byrjuðu í nýju sambandi. Er möguleiki að þarna séu tilfinningar á ferðinni sem hægt er að vinna með?
Ef þú vilt fá tíma til að hætta að reykja eða losna við aðra nikótínþörf geturðu bókað tíma í dáleiðslu. Þú þarft bara að vilja fá hjálp við að hætta og þó einhver hluti af þér sé ekki viss um að það takist þá er það þannig í nær öllum tilvikum. Við höfum öll marga hluta sem vinna saman eða á móti hvor öðrum. Einn hluti af þér vill taka sig á og breyta um lífsstíl á meðan annar hluti vill vera fastur í gömlum vana.