Dáleiðsla

 

Meðferðardáleiðsla

Dáleiðsla er mjög þægileg og fólk getur rofið hana þegar það vill.
Dáleiðarinn stjórnar þér ekki heldur gefur þér “verkfæri” sem þú notar eða notar ekki. Ekki er nauðsynlegt að koma með ákveðið verkefni til að vinna úr og einfaldlega hægt að koma í dáleiðslu til að rifja upp minningar.
Flestir eiga það þó sameiginlegt að vera að fást við eitthvað smávægilegt eða vilja bæta sig á einhvern hátt og einhverjir vilja sleppa taki af fortíðinni til að finna frelsið.

Hverjir koma í dáleiðslu? 

Þeir sem eru að vinna í sjálfum sér. þeir sem eru búnir að fara í gegnum velgengni, erfiðleika og allt þar á milli.