Dáleiðsla

Meðferðardáleiðsla

Dáleiðsla er mjög þægileg og fólk getur rofið hana þegar það vill.
Dáleiðarinn stjórnar þér ekki heldur gefur þér “verkfæri” sem þú notar eða notar ekki. Ekki er nauðsynlegt að koma með ákveðið verkefni til að vinna úr og einfaldlega hægt að koma í dáleiðslu til að rifja upp minningar.
Flestir eiga það þó sameiginlegt að vera að fást við eitthvað smávægilegt eða vilja bæta sig á einhvern hátt og einhverjir vilja sleppa taki af fortíðinni til að finna frelsið.

Hverjir koma í dáleiðslu? 

Þeir sem eru að vinna í sjálfum sér. þeir sem eru búnir að fara í gegnum velgengni, erfiðleika og allt þar á milli. 

Tími í dáleiðslu er í 60 eða 90 min. Gott er að koma í 2 tíma með mjög stuttu millibili ef þú vilt losna við streitu, kvíða eða breyta mataræði. Eins getur verið gott að koma í þriðja tímann eftir 4-6 vikur. Flestir koma í 2-4 tíma. Þeir sem eiga erfitt með að koma í endurkomu innan tveggja vikna koma í 90 min. tíma. 

Hætta að reykja dáleiðsla er alltaf í 90 min þar sem unnið er með reykingasöguna og þá þætti sem hafa stjórnað reykingunum og mögulega fallþætti (sterkar tilfinningar). Um 80% hætta eftir aðeins einn tíma. Byggt á margra ára rannsókn þar sem ég var með ókeypis endurkomu fyrir þá sem þurftu að koma aftur og gat því fylgst betur með árangrinum af dáleiðslunni.

Ef ekki tekst að hætta eftir einn tíma er veittur 25% afsl. af 60 min. endurkomu innan þriggja mánaða. 

Hólmfríður Jóhannesdóttir NLP dáleiðari, með yfir 10 ára reynslu af meðferðardáleiðslu.