Meðferðardáleiðsla
Margir sem koma í dáleiðslu eiga gott líf og eru ekki að fást við krefjandi aðstæður eða tilfinningar og vilja einfaldlega skoða og rifja upp minningar, breyta mataræði, efla styrk og framkvæmdakraft, hætta að reykja eða fyrirgefa til að finna frelsi.
Sumir koma út af áföllum sem gætu verið lítil eða stór. Sundum er eins og allt fljóti bara. Þú sefur vel og lífið er gott. Kannski örlitlar áhyggjur af ómerkilegum hlutum af og til en ekkert sem truflar daglegt líf. Einn daginn er eins og þessu góða lífi sé ruggað og þú veist ekki hvort þú náir að standa það af þér; óveðrinu sem allt í einu geisar í lífi þínu. Þetta gæti verið byrjun á því að þú hefjir tilfinningavinnu.
Dáleiðslumeðferðir eru fyrir þá sem eru að vinna í sjálfum sér og vilja betri heilsu og lengra líf. Fyrir þá sem eru búnir að fara í gegnum velgengni, erfiðleika og allt þar á milli.
Fyrsti tíminn í dáleiðslu er oftast í 75 min. Endurkoma er í 60 min.
Flestir koma í 2-4 tíma og láta tvær til þrjár vikur líða á milli tíma.
Hætta að reykja dáleiðsla er í 75 min. þar sem unnið er með reykingasöguna og þá þætti sem hafa stjórnað reykingunum og mögulega fallþætti (sterkar tilfinningar). Ef þörf er á endurkomu er hún í 60 min. og á sama verði og aðrar endurkomu – dáleiðslumeðferðir. Sama verð fyrir aðra nikótínfíkn. Um 80% hætta eftir aðeins einn tíma.
Hólmfríður Jóhannesdóttir NLP dáleiðari