Söngkennsla

Söngnámskeið 

Söngnámskeið eða sjálfstyrkingarnámskeiðið.

Vegna óviðráðanlegra aðstæðna hafa námskeiðin ekki verið í boði um tíma en til stendur að byrja aftur í vor og geta áhugasamir skráð sig á næsta námskeið núna.

Fjórir einkatímar í söng 1x í viku í 50 min í senn þar sem farið er í öndun og túlkun, líkamsstöðu, tækniæfingar og sönglög og framhaldsnámskeið eftir það.

Einnig hægt að koma á sjálfstyrkingarnámskeið sem er í boði fyrir þá sem vilja efla styrkinn og standa betur með sjálfum sér. Röddin fundin með upplestri eða söng, með réttri raddbeytingu, líkamsbeytingu og styrk. Námskeiðið er í fjögur skipti í 50 min hvert skipti og hægt að sækja framhaldsnámskeið eftir það. 

Þú getur heyrt í mér í síma 698 7807 eða sent mér skilaboð og við finnum tíma fyrir þig. 

Ég hef töluverða reynslu af söngkennslu og sjálfstyrkingarnámskeiðum. Hef einnig reynslu af því að vinna með stam og ýmis raddvandamál þegar kemur að talröddinni og legg þá mikla áherslu á líkamsbeytingu og öndun.

Ég lauk 8. stigi í söng og Burtfararprófi frá Söngskólanum í Reykjavík, einsöngvaraprófi frá Konservatorium í Vín og kennaraprófi frá The Royal Akademi of Musik in London. Var einnig við nám í Mílanó.
Ég hef starfað sem óperusöngkona í Austurríki og í Þýskalandi og held reglulega tónleika á Ísl