Streita

Frelsi frá streitu

Spenna og eftirvænting getur skapað jákvæða streitu.
Erfiðar aðstæður, skilnaður, óvissa eða einelti getur skapað neikvæða streitu.
Tímabundið álag getur skapað langvarandi streitu og langvarandi streita getur skapað kvíða eða þunglyndi.
Ákveðnar skyldur kalla á streitu.

Velgengni kallar á meiri velgengni svo hraðinn verður meiri. Sá sem þénar vel keppist við að þéna meira og skapar jákvæða streitu.

Dáleiðsla er ein besta leiðin til að losna við streitu og þá þætti sem hún hefur skapað.
Við skoðum streituna þegar hún byrjaði og svo daginn í dag.
Skoðum hvort streitan þjóni einhverjum tilgangi í dag.
Við sýnum og sannfærum undirmeðvitundina um að vegna breyttra aðstæðna höfum við ekkert við streituna að gera.
Hún er ekki að hjálpa og við fáum hana til að víkja.

Ef ekki er um breyttar aðstæður að ræða og streituvaldur enn til staðar getum við skoðað uppruna hennar og svo lífið án hennar og þannig séð og sannfært hana um að við séum mun betur stödd án hennar.
Ef við erum of lengi í samvinnu með streitunni sækir hún besta vin sinn sem við getum kallað kvíða.
Kvíði er oftast áunninn og því frekar auðvelt að losna við hann með dáleiðslu.