Námskeiðið lífstílsbreyting

Námskeiðið lífstílsbreyting

Námskeiðið er í fjögur skipti, samtals 10 klukkustundir og er eingöngu fyrir vinkonur, vini, kunningja eða fjölskyldu sem taka sig saman um að hanna sitt eigið námskeið í samvinnu við kennara. Einnig er möguleiki á að halda námskeiðið fyrir utan Reykjavík á tveimur dögum.

Langar þig að læra dáleiðslu, sleppa taki af streitu og/eða erfiðum samskiptum?

Skemmtilegt grunnnámskeið í innleiðingum, þátta dáleiðslu og minningum fyrir aðeins 2-4 í senn. Námskeiðið er persónulegt þar sem við lærum innleiðingar, skoðum minningar og hluta af okkur. Vinnum með jákvætt hugarfar, almenn samskipti, sterkar varnir sem búa til streitu og hvað dáleiðsla getur gert til að breyta.

Námskeiðið er haldið í húsnæði Andlega Setursins Suðurlandsbraut 32.

Námskeið fyrir 2-4 kostar samtals 200.000 kr í Reykjavík og 240.000 kr fyrir utan Reykjavík og er þá möguleiki að bæta tveimur við hópinn. Verð fyrir auka manneskju er 50.000 kr.

Hægt er að fá frekari uppl. og bóka námskeið hjá Hólmfríði á hj@daleidari.is

Hólmfríður Jóhannesdóttir NLP dáleiðari og söngkennari.