Streita, svefnleysi og meðvirkni.

Dáleiðsla – streita, svefnleysi, meðvirkni

35 ára kona segir frá.

Ég á tvö börn með mínum manni.
Tvö úr fyrra sambandi og maðurinn minn líka.

Þetta hefur verið ein allsherjar flækja og ekki gengið vel með samskipti við hina foreldrana. Mér hefur aldrei samið við hans fyrrverandi sem er mjög stjórnsöm. Hún ráðskast með manninn minn og er í stanslausu sambandi við foreldra hans og oft bara eins og hún fatti ekki að hún sé ekki hluti af fjölskyldunni lengur.

Þegar ég kem til Hólmfríðar er ég búin að sofa illa í heilt ár.
Ég er alltaf þreytt í vinnunni og búin að ná mér í vott af þunglyndi og kvíða vegna þreytunnar og hræðslu við að hlutirnir lagist ekki.
Dætur mínir eru báðar mjög erfiðar og ef ég er þreytt og þung í skapi þá verða þær mun erfiðari.

Í dáleiðslunni kom í ljós að ég væri að skipta mér of mikið af.
Ég var alltaf á vaktinni hvort krakkarnir hans væru að tala um okkur og hvort maðurinn minn hefði verið í samskiptum við sína fyrrverandi.
Afskiptasemin var að stjórna lífi mínu. Ég var að stjórna.

Ég þurfti að læra að stíga eitt skref tilbaka í stað þess að stíga alltaf eitt skref fram.
Ég var í fullu starfi við að skipta mér af og hafði þróað með mér meðvirkni því ég treysti ekki og
í raun var það ég sem hafði áhrif á svefninn minn.

Eftir að ég sá að vandinn lá í mínum höndum Þá fyrst gat ég gert eitthvað. Ég var loksins komin með verkfæri í hendurnar og vinnan var mín.
Ég byrjaði hægt og rólega að draga mig í hlé og í dáleiðslutíma 2 var ég strax farin að sofa betur.
Í tíma 2 unnum við með samskipti mín við fólk og í þriðja tíma var ég farin að sofa mjög vel.
Ég hef að mestu losnað við streituna og er rólegri og sáttari.