Vefjagigt / Verkir

Vefjagigt

Hægt er að fá vefjagigt eftir mikla streitu, álag, veirusýkingu, matareitrun eða slys.

Einkenni vefjagigtar eru mörg en fyrst og fremst þreyta, morgunstirðleiki og liðverkir. Önnur einkenni eru td. svefntruflanir, kuldanæmi, eyrnasuð og blóðsykursfall.

Dáleiðsla er ein besta meðferð til að losna við streitu, verki og læra að lifa með gigt þannig að þú upplifir jafnvel að þú sér laus. Sagt er að Vefjagigt fari ekki sé hún komin en með breyttu hugarfari og lifnaðarháttum geta einkenni horfið og legið í dvala mánuðum saman.

Þegar verkir eru í stóru hlutverki, nánast allan sólarhringinn er auðvelt að missa stjórn, falla í depurð, þróa með sér áhyggjur og missa svefn en það er akkúrat vinnan í dáleiðslunni að læra að sleppa taki þegar allt virðist vera að fara á versta veg.

Besta lyfið við Vefjagigt er að hvílast vel, losna við álag og streitu.
Hægt er að losna við streitu með því að mæta reglulega í heilsunudd, minnka álag, breyta mataræði, stunda hreyfingu reglulega, vinna sig frá henni í dáleiðslumeðferð, jóga eða hugleiðslu, minnka koffeindrykki, sykur, nikótín og stilla áfengi í hóf.