Kvíði / Þunglyndi


Ertu orkulaus, minnislaus og manst frekar það sem er neikvætt en jákvætt, nærð ekki að sofa eða sefur of mikið?

Hreyfing er alltaf númer eitt ásamt hollu mataræði þar sem hreyfing býr til endorfín sem er nauðsynlegt til að heilinn framleiði hormónin Seretónín og Noradrenalín sem eru okkur nauðsynleg. Ef um þunglyndi er að ræða þá eru undirliggjandi þættir oftast, kvíði, ótti, óvissa eða streita og því er mikilvægt að vinna með þessa þætti.
Þetta má sjá sem verkefni til að leysa.

Verum þakklát fyrir litlu hlutina í lífinu eins og hreint vatn í krananum.
Göngum um hverfið heima þó ekki sé nema í 10 min í eina átt og aðrar 10 min tilbaka.
það getur verið erfitt að koma sér af stað en mikilvægt er að drífa sig og hugsa skref fyrir skref og mundu að það eru margir í þínum sporum núna.

Í dáleiðslumeðferð vinnum við á þeim hraða sem hentar þér þar sem þú færð tækifæri til að skoða persónuþættina í lífi þínu.

Margir hafa upplifað depurð vegna aðstæðna sem þeir vilja ekki en lentu í: Sorg, skilnaður, fjárhagsvandi, áföll.
Sumir þurfa að fyrirgefa og sleppa taki á fólki til að finna frelsi.
Sterkir þættir hugans halda endalaust áfram að stjórna ef þeir ná stjórn og mikilvægt að fá þá til að víkja.

Ekki gera ekki neitt, stattu upp og byrjaðu núna.