Í dáleiðslumeðferð vinnum við á þeim hraða sem hentar þér þar sem þú færð tækifæri til að skoða persónuþættina í lífi þínu.
Þú hefur mögulega náð 70% árangri með því að mæta í einn tíma.
Margir hafa upplifað kvíða vegna aðstæðna sem þeir vildu ekki en lentu í: Sorg, skilnaður, fjárhagsvandi, áföll, óvissa, einelti og vita ekki hvernig þeir eiga að losna við kvíðann. Ef kvíðinn er lengi til staðar getur hann kallað á þunglyndi þar sem kvíðinn tæmir orkuna og þá þarf að hlaða á nýjan leik. Ef þú ert orkumikill og þunglyndur til skiptis getur verið að þú notir orkuna þína ekki rétt. Mögulega þarftu að sleppa taki af meðvirkni, fullkomnunaráráttu eða gömlum alhæfingum, gömlum eða nýjum áföllum.
Sumir þurfa að fyrirgefa og sleppa taki af fólki til að finna frelsi.
Sterkir þættir hugans halda áfram að stjórna nema þeim sé bent á að við þurfum ekki lengur á þeim að halda.
Það eru margir í þínum sporum núna.
Hreyfing er mikilvæg ásamt hollu mataræði þar sem hreyfing býr til endorfín sem er nauðsynlegt til að heilinn framleiði hormónin Seretónín og Noradrenalín sem eru okkur nauðsynleg. Þú getur farið út að ganga núna þó það sé bara í 20 min. Þú hefur hreint vatn í krananum. Gott er að muna eftir litlu hlutunum og þakklætinu.
Ekki gera ekki neitt, stattu upp og byrjaðu núna.