Kvíði / Þunglyndi

Hvað er þunglyndi?
Ertu orkulaus, minnislaus og manst frekar það sem er neikvætt en jákvætt, nærð ekki að sofa eða sefur of mikið, áhugalaus um það sem er að gerast í kringum þig, fórnarlambs hugsunarháttur og mikið í fortíðinni?

Hreyfing er alltaf númer eitt ásamt hollu mataræði þar sem hreyfing býr til endorfín sem er nauðsynlegt til að heilinn framleiði hormónin Seretónín og Noradrenalín sem eru okkur nauðsynleg.Undirliggjandi þáttur að þunglyndi er oftast, kvíði, ótti eða streita og því er mikilvægt að vinna með það sem liggur undir þunglyndinu.
Vandamálið má sjá sem verkefni því verkefni eru til að leysa.

Sá sem stundar hreyfingu í mörg ár og hættir svo skyndilega er í hættu á að þróa með sér þunglyndi. Gott er að fara út að ganga því ganga er verkfæri sem við flest höfum við hendina alla daga eins og við höfum hreint vatn í krananum.
Það nægir að fara um hverfið heima 10 min í eina átt og aðrar 10 min tilbaka á meðan líkaminn er að venjast hreyfingunni og svo er hægt að lengja tímann hægt og rólega í 30-40 min göngur á dag.
það getur verið erfitt að koma sér af stað en mikilvægt er að drífa sig af stað og hugsa skref fyrir skref og mundu að það eru margir í þínum sporum núna.

Ef þér tekst að fara í göngu í dag hefurðu náð markmiðum þínum sem færa þig í átt að betri heilsu.
Best er að hafa hreyfinguna fjölbreytta og því er mælt með annarri hreyfingu með göngunni sem gæti verið sund, líkamsrækt eða jóga. Þannig fær heilinn fjölbreytni og frekar áhuga á að mynda þau boðefni sem okkur eru nauðsynleg. Ef við hreyfum okkur daglega og ekkert gerist gæti verið nóg að breyta um hreyfingu og á þetta líka við þá sem vilja grenna sig.
Líkaminn getur staðnað í ákveðnum æfingum og þá er ekkert annað að gera en prófa eitthvað nýtt. Ef hreyfingin ein ásamt hollu mataræði dugar ekki til að létta á þunglyndinu getur verið gott að hefja samtalsmeðferð hjá sálfræðingi eða öðrum meðferðaraðila.

Gagnlegasta meðferðarform við þunglyndi er hugræn atferlismeðferð og dáleiðsla.

Í dáleiðslumeðferð vinnum við á þeim hraða sem hentar þér þar sem þú færð tækifæri til að skoða upphaf þunglyndisins og persónuþættina sem hafa skapað það og erum við þá oftast að tala um kvíða, ótta eða streitu.

Ef dáleiðslan eða samtalsmeðferðir duga ekki til ásamt hreyfingu og þunglyndið farið að hafa áhrif á svefn og dagleg störf getur verið nauðsynlegt að fara á lyf tímabundið. Við erum þó alltaf að tala um nokkur stig af þunglyndi og getum alveg eins kallað 1. stig depurð sem tengist álagi eða vonbrigðum.
Lyfin byrja þó yfirleitt ekki að virka fyrr en þremur vikum eftir að lyfjataka hefst og virka mis vel á fólk. Það getur einnig tekið tíma að finna réttu lyfin.

Margir hafa upplifað depurð vegna aðstæðna sem þeir vilja ekki en lentu í: Sorg, skilnaður, áföll.
Ef kvíði og streita hefur verið á háu stigi í lífí þínu í ár eða lengur er ekki ólíklegt að þú hafir ómeðvitað þróað með þér þunglyndi eða depurð.
Umhverfisþættir eiga sér stórt hlutverk í sögu þunglyndis og í dag er vísindalega sannað að þunglyndi er að mestu til komið vegna aðstæðna úr umhverfi og lærðrar hegðunar.
Aðstæður gætu td. verið erfiðleikar í vinnu eða skóla.

Hér kemur dáleiðslan til sögunnar sem eitt öflugasta meðferðarform þar sem uppruni þunglyndis er skoðaður. Hér er verið að vinna með minningar og persónuþætti hugans sem tóku stjórn þegar við vorum yngri. Við bjóðum þeim í nútímann og fáum þá til að skoða fortíðina og breytt líferni, hvað okkur sé fyrir bestu í dag. Sumir þurfa að fyrirgefa og sleppa taki á fólki til að finna frelsi.
Sterkir þættir hugans halda endalaust áfram að stjórna nema okkur takist að sannfæra þá um að við þurfum ekki á þeim að halda lengur og fáum þá til að breyta starfsem sinni eða víkja.

Ekki gera ekki neitt, stattu upp og byrjaðu núna.
Að vera á leiðinni að ná bata er góð byrjun.