Hætta að reykja

Hætta að reykja dáleiðsla

Hér vinnum við frá fortíð yfir í nútíð og skoðum hvernig framtíðin verður án sígarettunnar.
Við rifjum upp fyrstu sígarettuna, skoðum hvernig sagan byrjaði, hvernig hún þróast og hvernig staðan er öðruvísi í dag og afhverju þú vilt hætta.

Ef til vill verður erfitt að skilja og sjá 30, 40 árin með sígarettunni en það verður líka frábært að sjá framtíðina án hennar.

Við skoðum gamlan styrk og fáum hann að láni. Ef þér hefur einhverntímann tekist að vera reyklaus í nokkra daga, vikur eða mánuði, skoðum við hvernig og afhverju þér tókst það þá.
Ef þú hefur aldrei hætt þá finnum við styrk annarsstaðar frá.
Oft byrjum við sem unglingar að reykja vegna félagstengingar.
Þessi tengin dettur fljótt út hjá flestum.

Ef sígarettan er góður vinur þinn sem er reyndar frekar sjaldgæft þá finnum við nýjan í hennar stað sem gæti verið hreyfing.
Við skoðum allar tengingar við sígarettuna eins og kaffi, áfengi og fl. og skoðum hvort kostur væri að minnka þessar tengingar.
Ca 2 af hverjum tíu losa sig alfarið við tengingar en flestir minnka þær: Td. kaffi eingöngu á morgnana og…..

Hvernig verður líf þitt án sígarettunnar eftir 3 mánuði, 6 mánuði og eitt ár?
Manstu eftir að hafa einhverntímann verið mjög ánægður með sjálfan þig? Staðið með þér og tekist það sem þú ætlaðir þér? Gætirðu sótt þér styrk í þá minningu og gert það sama hér og nú?
Og nú þegar þú hefur allan þann styrk sem þú þarft til að hætta að reykja hvernig verður það þá öðruvísi?

Að sjálfsögðu hefur þú stjórnina, það ert þú sem ræður.
Þú getur því alltaf spurt þig hvort þig langi til að byrja aftur en svarið við þessari spurningu verður alltaf NEI!

Til að hætta að reykja þarftu aðeins einn tíma og á það líka við þá sem hafa reykt pakka á dag í 40 ár.
Árangur eftir aðeins einn tíma er um 80%.
Ástæða fyrir þessari velgengni má líklega rekja til NLP dáleiðslunnar þar sem við blöndum saman NLP sálfræði við dáleiðslu og gerum hið ómögulega mögulegt. Þegar þessi jákvæða sálfræði mætir dáleiðslunni þar sem farið er í undirvitundina þá gerast góðir hlutir.

Verðlaunaðu sjálfan þig þegar þú hættir að reykja og gerðu eitthvað skemmtilegt.