Einstaklega djúp og þægileg meðferð. Hentar sérstaklega þeim sem taka tilfinningar inn á stoðkerfið. Frábær og einföld leið til að losna við streitu og stoðkerfisvanda. Mjúk líkamsmeðferð á bekk sem leggur áherslu á að meðhöndla höfuðbein og spjaldhrygg til að hafa áhrif á flæði heila og mænuvökva og þær himnur sem umlykja hann.
Með því tekst að hafa áhrif á stoðkerfi og önnur líkamskerfi.
Höfuðbeina og spjaldhryggjarmeðferð örvar miðtaugakerfið, losar um orkumein og spennur í bandvef, eykur vökvaflæði í líkamanum, losar um verki, bólgur, spennu og önnur líkamleg vandamál.
Afar létt meðferð og þægileg. Heitir á ensku Craniosacral Therapy.
Hægt er að blanda meðferðinni við Reiki – heilun og þá er unnið með orkustöðvarnar 7 til að efla jafnt flæði fyrir betra jafnvægi þannig að viðkomandi finni innri ró og jarðtengingu.
Mæli með þremur tímum með stuttu millibili.
Tími í Höfuðbeina og spjaldhryggjarmeðferð eða blandaður tími í Cranio – Reiki er í 60 min á 13.000 kr.
Hólmfríður Jóhannesdóttir höfuðbeina og spjaldhryggjarmeðferðaraðili og Usui Reikimeistari.