Verkir

Dáleiðsla – verkir

Rúmlega fimmtug kona segir frá.

Ég er ekki með gigt og ég hef ekki lent í slysi. Ég er með verki og vöðvabólgu sem hafa verið reglulega til staðar síðan ég var tæplega tvítug.

Í dáleiðslunni fór ég tilbaka þar sem ég var unglingur. Ég gerði miklar kröfur á sjálfa mig í menntaskóla og virðist hafa þróað með mér mína fyrstu verki í skóla. Ég var mjög vinsæl og alltaf kát og hress en ég vildi líka allt fyrir alla gera og lagði mig alltaf fram í að gera öllum til geðs. Ég var dugleg að passa systkyni mín og ég sá líka um heimilið af fullum krafti ásamt foreldrum mínum á meðan ég var að læra. Þar sem ég fór í þessar minningar finst mér eins og ég hafi verið of ung til að bera alla þá ábyrgð sem ég bar og einfaldlega ekki verið nógu sterk til að vera til staðar fyrir allt og alla. Í dáleiðslunni steig fram persónuþáttur sem vildi láta kalla sig ábyrgð. Ábyrgð bar mikla ábyrgð og þurfti því að þróa með sér verki til að halda sér vakandi. Ef ábyrgð varð verkjalaus og sofnaði á vaktinni gat eitthvað farið úr skorðum. Ábyrgð sagðist ekki vera sér hluti af mér heldur sagðist hann starfa með öðrum persónuþætti sem hann vildi kalla fullkomnunaráráttu. Ábyrgð og fullkomnunarárátta voru eins og par. Þau störfuðu saman og vildu standa sig. Saman voru þau frekar alvörugefin og þung. Þau voru þó alls ekki þunglynd. Saman kölluðu þau fram verkina til að minna á sig. Hvernig í ósköpunum gat þetta verið niðurstaðan að ábyrgð og fullkomnunarárátta sem teymi kölluðu fram verki? Í raun og veru var það ekkert skrítið að þessir þættir kölluðu fram verkina þar sem það var mjög mikilvægt fyrir mig sem unglingur að standa mig í skóla, vera vinsæl, eiga marga vini og vera ábyrg heima og hugsa um littlu systkyni mín. Ég hagaði mér eins og fullorðin þó ég væri ekki fullorðin en þegar ég varð fullorðin breyttist heldur ekkert nema ábyrgðin varð sterkari. Ég hélt fast í ábyrgð sem hélt fast í fullkomnunaráráttuna. Ég sá um að reikningar væru greiddir, ég passaði fyrir systkyni mín, hugsaði um aldraða tengdaforeldra mína, þreif heima hjá foreldrum mínum og var með óþarfa áhyggjur af börnunum og við þetta urðu verkirnir sterkari.

Nú var ég hinsvegar búin að fá nóg og tilbúin að sleppa tökum. Til að losna við ábyrgð og fullkomnunaráráttu þyrfti ég að byrja á að hugsa betur um mig og læra að svara eins og ég vildi en ekki koma með svör sem aðrir vildu fá. Það var byrjunin. Að losna við ábyrgð þýddi ekkki að ég yrði ábyrgðarlaus heldur bæri ég minni ábyrgð. Ég myndi fyrst og fremst bera ábyrgð á mér og svo fengi ég aðra til að bera ábyrgð með mér. Ég þyrfti ekki að gera þetta rétt né rangt heldur eins og mig langaði til. Að viðurkenna mistök hefur alltaf verið erfitt en nú mátti ég gera mistök. Það er nefnilega gríðalega krefjandi og mikill streituvaldur að vera fullkominn.

Ég kom í 2 tíma til Hólmfríðar þar sem fyrri tíminn var í 90 min og seinni í 60 min.

Nú eru tvær vikur síðan ég kom í seinni tímann og er ég algjörlega verkjalaus. Til að byrja með fóru verkirnir að færa sig. Þeir hurfu ekki strax. Það varð gífurlegur léttir á öxlum og brjóstkassa og ég fór að verða aum í mjöðmum um tíma. Ég fékk líka dofa niður í fótleggi áður en verkirnir hurfu algjörlega. Undirmeðvitundin er eins og öflugt verkfæri. Það er stórkostlegt að sjá hvað hægt er að gera með huganum, koma sér úr skorðum og svo aftur í lag.

Ef líkaminn er fullfær um að veikja sjálfan sig hlýtur hann að vera fullfær um að koma sér í lag aftur.