Breytt mataræði

Dáleiðsla – mataræði

45 ára kona segir frá.

Ég hef verið á frekar erfiðum stað tilfinningalega í 6 mánuði og hef bætt á mig á þeim tíma.

Ég hef ekki borðað meira en áður né hreyft mig minna en samt bætt á mig.  Komin í dáleiðslu til Hólmfríðar til að finna út hvað ég geti gert. Eftir hálftíma viðtal komumst við að þeirri niðursöðu að streita og álagið hjá mér síðustu mánuði hafði hægt á brenslunni hjá mér og við þyrftum að vinna með álags þættina hjá mér. Persónuleikaþættina sem tóku stjórn á álagstíma. Streita var kölluð fram þar sem hún sagði okkur frá hlutverki sínu í lífi mínu. Hún kom því frá sér að hún væri að passa upp á að ég gerði allt sem ég þyrfti að gera vegna breyttrar aðstæðna og að ég myndi ekki særast tilfinningalega. Kallaður var fram annar persónuleikaþáttur af mér sem vildi kalla sig hamingja. Hamingja var sjaldan við stjórn eða nánast aldrei síðustu mánuði. Það eina sem hún hafði fært mér eftir breytingarnar var matur en þar sem hamingja var ekki að sinna hlutverki sínu eins og áður gat hún ekki séð um neitt annað fyrir mig lengur og því væri ég að safna kílóum. Við fórum á staði þar sem hamingja var áður í fullu hlutverki þar sem ég var ánægð og sátt með lífið. Hamingja var orðin þreytt á hlutverki sínu og vildi helst fá að fara sem mér fanst auðvitað alveg hrikalegt. Það væri ekki gott að sitja eingöngu uppi með streituna. Við spurðum hamingju hvað þyrfti að gerast til þess að hún kæmi aftur eins og áður í hlutverk sitt og hún sagði að streita þyrfti að víkja. Og hvað þurfti til að fá streitu til að víkja? Jú, streita var með kröfur líka og hafði engan áhuga á að víkja nema ég myndi sleppa taki á ákveðnu fólki. Ég átti ekki að minnka samskipti við ákveðið fólk heldur fara. Þetta var fólk sem hafði mikil áhrif á mig vegna breytinga í lífinu og nú var streita að sýna mér fram á að til að hún myndi víkja yrðu ákveðnar persónur að víkja úr lífi mínu og hún sagði einnig að ef ég myndi ekki gera það myndi hún kalla á kvíða. Streita var hörð á sínu og ekki hægt að semja við hana svo nú stóð ég frammi fyrir því að þurfa að loka á ákveðnar manneskjur eða halda áfram með streitunni sem myndi fljótlega kalla fram annan þátt sem ég hafði ekkert með að gera. Hér var dáleiðslan orðin mjög krefjandi en samt skemmtileg. Ég fór í minningar þar sem ég hafði áður getað gert allt sem ég vildi án streitunnar. Þar sem ég var á fullu í starfi og að gera ýmislegt annað líka. Ég var hamingjusöm, orkumikil og með nóg að gera en samt streitulaus. Þessar minningar sóttum við í dáleiðslunni og komum þeim fyrir á ákveðnum stað þar sem þær voru stækkaðar. Eftir minningaflakk í svolitla stund varð mér ljóst að ég hafði undafarna mánuði verið á villigöngum og tekið alrangar ákvarðanir og leyft fólki að hafa veruleg áhrif á mig tilfinningalega sem var ekki einu sinni að vilja mér vel. Hér sá ég það svo skýrt. Hversu vitlaus hafði ég verið? Allt þetta til að eltast við viðurkenningu sem ég var svo ekki einu sinni að fá. Nú var mér ljóst að ég þyrfti að breyta aðstæðum. Ég var ekki að fara til baka í gamla lífið mitt heldur á alveg nýjan stað sem virtist mjög spennandi. Ég sá nýjar leiðir sem ég var sátt við. Við spjölluðum aftur við streitu sem var nú orðin rólegri því ég var byrjuð að segja henni frá því sem ég hafið séð og sagðist vera á leiðinni að gera þær breytingar sem hún vildi. Hún ákvað að gefa mér tíma fyrir breytingarnar og var tilbúin að sleppa hlutverki sínu á meðan ég væri að komast í gegnum ákveðið ferli því ég ætti erfitt með að klára málið strax. Ég þurfti smá tíma til að klára hlutverk mitt í því sem ég væri búin að koma mér í. Hamingja varð svo ánægð með niðurstöðuna að hún ætlaði meira að segja að vera hjálpsöm og koma af fullum krafti aftur í líf mitt til að sýna mér stuðning. Hún bað mig þó um að breyta bæði mataræði og hreyfingu því hún væri bæði orðin leið á æfingunum í ræktinni og sama matnum dag eftir dag. Ég gaf henni loforð um að gera mitt besta í því. Núna þremur mánuðum síðar er ég búin að missa 8 kg án þess að hafa haft fyrir því og ég er ánægð með nýju breytingarnar.