Burt með fíknina

Dáleiðsla – fíkn

Tæplega fimmtug kona segir frá.

Ég reykti, drakk of mikið og borðaði nánast hvað sem var og alltaf með endalausar afsakanir fyrir öllu. Ég var oft á leiðinni að drepa í en alltaf komu ný boð og partý sem ég vildi mæta í og ég ætlaði að sjálfsögðu að vera með í þeim öllum á minn hátt. Ég var farin að drekka illa og mikið í að dæma fólk. Ég vildi ekki sjá sjálfa mig en var dugleg að dæma aðra. Hefði getað verið í fullu starfi við að setja út á fólk. Ég safnaði kílóum og bakverkjum og fullt af öðrum leiðindar kvillum og svo var ég móð og másandi ef ég þurfti að ganga upp á aðra hæð. Reykingarnar, áfengið og slæmt mataræði var að drepa mig. Ég var að drepa mig. Þegar maður er kominn á fjandans botninn er ekki um annað að ræða en standa upp og gera eitthvað.

Ég hafði heyrt af Hólmfríði og var búin að vita af henni lengi og pantaði loks tíma.

Hér er ég á mjög slæmum stað andlega og líkamlega og ég viðurkenni alveg að þessi dáleiðsla var ekkert auðveld þar sem hinar ýmsu tilfinningar brutust út en hún gerði mér gott. Ég náði að slaka á og sjá hvar ég vildi byrja.

Það var eins og þetta væri sett upp á blað fyrir mig. Samt fékk ég bara spurningar sem ég svaraði svo allt kom þetta nú frá mér sjálfri og var róleg á meðan svo hugsanirnar komu ekki allar í einu.

Ég sá auðvitað um leið og hugurinn róaðist að ástæða fyrir því að ég gerði aldrei neitt var að ég vissi ekki hvar ég átti að byrja.

Í dáleiðslunni sá ég að það væri mér fyrir bestu að hætta að drekka og það gerði ég á hnefanum. Ég mæli nú alveg með meðferð samt en ég hafði ekki tíma fyrir hana. Til að losna við áfengið fór ég í 3 tíma á þremur vikum. Á fjórðu viku hætti ég svo að reykja og þurfti bara einn tíma í það.

Eftir heilar 6 vikur byrjaði ég að taka mataræðið í gegn og allar hinar vikurnar var ég að hreyfa mig daglega (göngutúrar eða sund) en mátti borða allt sem ég vildi.

Það kom mér virkilega á óvart að þessar 6 vikur sem ég hreyfði mig daglega en hélt sama mataræði og venjulega þá fitnaði ég ekki neitt þrátt fyrir að losa mig við sígarettuna.

Á sjöttu vikunni byrjaði ég að minnka allan mat um helming en borðaði allt eins og áður bara 50% minna. Þrjár karteflur í stað sex. Eina ristaða brauðsneið en ekki tvær. Hálft súkkulaði en ekki heilt og þannig mætti lengi telja.

Þetta hljómar kannski eins og ævintýri sem var ekkert mál en það var það sko ekki.

Ég var á flugi í fráhvörfum og stundum þannig að ég vissi ekki hvar ég væri þegar ég vaknaði. Það sem hjálpaði mér að komast í gegnum fráhvörfin var minningin um dáleiðsluna.

Einhvernveginn sat vinnan í undirmeðvitundinni sem gaf mér styrk og hjálp til að komast í gegnum þetta.