Dáleiðsla vegna kvíða.

60 ára gamall maður segir frá.

Ég var í sambandi með mun yngri konu sem var barnlaus og við bjuggum á landsbyggðinni.

Hún var ánægð með allt til að byrja með en eftir tæpt ár í sambandinu fór hún að láta sig hverfa. Vera úti heilu næturnar og var bara fúl við mig þegar hún kom heim.
Ég átti allt í einu ekki að segja neitt. Eins og ég skipti engu máli lengur.
Ég vildi ekki slíta sambandinu þrátt fyrir þetta þar sem ég vildi alls ekki missa hana. Ég var ástfanginn og átti ekki von á því að þetta myndi gerast.
Þetta var mér mikið áfall og ég safnaði upp kvíða á hverjum degi um hvort hún myndi fara út að skemmta sér og hversu lengi hún yrði.
Hún var algjörlega búin að eyðileggja sambandið okkar en bjó áfram á heimilinu og var mjög hrokafull.
Svona gekk þetta í nokkra mánuði og heilsu minni hrakaði mjög á þessum tíma og ég þróaði með mér vægt þunglyndi.
Einn daginn fór hún bara og þá var hún líka farin inn á annan mann, mun yngri mann.
Hún hafði sem sagt verið að halda við hann allan tímann.
Ég safnaði upp reiði og depurð og streitan heltók mig. Ég var hreinlega að kafna.
Hún hafði líka farið mjög illa með mig fjárhagslega og ég sat uppi með reiðina fasta í bringunni og hálsinum um hversu vitlaus ég hafði verið og safnaði auðvitað vöðvabólgu og öðrum kvillum.
Eftir tæpt ár á þessum vonda stað með sjálfan mig fór ég í dáleiðslu til Hólmfríðar.
Það kom í ljós í dáleiðslunni að ég elskaði hana enn og það var í lagi. Ég fór í góðu minningarnar frá sambandinu okkar og yfir í þakklætið fyrir góðu stundirnar.
Ég þurfti að fyrirgefa henni til að losna við reiðina og ég vildi það.
Ég talaði við hana í huganum og í stað þess að vera reiður út í hana sendi ég henni kærleika. Um leið losnaði verkur í brjóstinu. Mér hefur liðið mun betur eftir þennan eina tíma sem ég fór í og það sem var kannski mikilvægast var að fyrirgefa sjálfum mér.
Ég sleppti tökum. Það var ekki auðvelt en hún valdi að fara og það var allt í lagi.
Peningar skipa svo ekki máli þannig að allt sem ég hafði sett í hana sá ég sem gjöf sem ég valdi að gefa og ég þurfti ekki að fá neitt í staðinn. Það var mitt val.