Stjórnað af streitunni

Dáleiðsla – streita

43 ára gömul kona segir frá

 

Ég upplifði mikið álag þar sem verkefni komu úr öllum áttum vegna breyttra aðstæðna á vinnustað, og um leið var ég að fást við erfiðleika í sambandi. Þetta tímabil stóð í nokkra mánuði og streitan óx upp úr öllu valdi.

Það voru töluverðar breytingar á vinnustað sem ég virtist þola vel í byrjun en eftir einhverjar vikur fór ég að taka eftir að ég var bókstaflega að brenna út. Ég sem var alltaf sterk og gat allt. Ég var vön að stökkva úr einu í annað eins og ekkert væri og hafði lengi borið mikla ábyrgð í starfi.

þegar álginu lauk og allt varð aftur venjulegt þá sat streitan eftir. Hún fór ekki og ég komin með líkamleg einkenni. Þetta voru greinilega viðvörunarmerki sem líkaminn var að gefa mér og ég dreif mig í jóga og hugleiðslu og þó það væri ágætt þá hjálpaði það ekki.

Ég fann að þetta var eitthvað djúpt, eitthvað óunnið úr fortíðinni sem hafði komið upp á yfirborðið vegna tilfinninga sem komu upp á álagstímabilinu.

Mér var bent á Hómfríði dáleiðara og pantaði tíma.

Í tímanum sem var hálftíma viðtal á undan dáleiðslunni var ég spurð út í alla mögulega streitu síðustu árin til að kanna hvort ég væri að blanda saman nýrri streitu við gamla reynslu. Síðan var unnið með þetta í dáleiðslunni og fann ég þá hvað var að hrjá mig.

Þar sem ég var alltaf svo dugleg og hress þá var ég líka dugleg að loka á tilfinningar eða verkefni sem komu upp og hefðu þurft að ræða. Ég var alla tíð mjög dugleg að hlaupa frá fólki ef upp komu erfiðleikar og nú var þetta að koma í bakið á mér.

Hólmfríður kallaði þetta uppsöfnun af verkefnum í bakpokann minn og nú þegar ég væri komin yfir fertugt þá væri pokinn orðinn svo fullur og þungur að ég væri farin að detta á hnén með hann og rísa upp aftur og detta aftur og rísa upp aftur. Við hvert fall komu líkamleg einkenni.

Nú skipti engu máli þó ég væri sterk því þegar poki er fullur er aðeins ein leið fær og hún er að byrja að tína upp úr honum og það gerðum við í dáleiðslunni.

Ég fór í 3 tíma til Hólmfríðar þar sem unnið var með streitu og það sem hún hafði skapað. Mér leið eftir fyrsta tíma eins og 90% þungu fargi væri af mér létt. 10 prósentin fóru í tíma tvö og get ég sagt að tími 3 hafi verið svolítið til að sýna mér frábæran árangur á stuttum tíma en ferlið sjálft var 5 vikur.

Mér líður ótrúlega vel í dag og er búin að læra af reynslunni. Stundum staldra ég við í vinnunni eða úti í matvörubúð eftir vinnu til að spyrja sjálfa mig:   Hvað er streita að gera fyrir mig? Er hún að hjálpa mér? Líður mér betur með henni eða án hennar?