Kvíði og óvissa

Dáleiðsla – Kvíði, óvissa

Eftir erfiðar vikur og mikla inniveru virðist ég hafa þróað með mér kvíða þar sem mér finst óvissan vera mikil. Ég missti starfið mitt og hef verið mikið heima og veit ekki hvað tekur við. Ég ákvað því að vinna með óvissuna í dáleiðslu. Sem betur fer fór ég í þennan tíma og losnaði við kvíðann. Ég var ekki lengur við stjórn vegna óvissu og það var kvíðinn minn. Ég sá í dáleiðslunni að ég þyrfti að sleppa taki af óvissu og treysta. Hugsa meira um það sem ég vil og minna um það sem ég vil ekki. Ég hef það alveg ágætt. Að vísu hafa launin lækkað en það er eins og tíminn hafi verið settur á “hold” og ég alltaf heima og eyði minna. Ég sé fram á bjartari tíma og ég trúi því að ég fái nýtt starf sem ég verð ánægð með en þangað til ætla ég ekki að eyða tímanum í kvíðann. Ég ætla að lifa meira í núinu og njóta augnabliksins. Hugsa minna um framtíðina og hægja aðeins á ferðinni. Ég og maðurinn minn höfum rifist mikið og rifrildin hafa tekið mikla orku. Að eyða tíma í rifrildi skilar nánast engu. Einhver tekur sig á um tíma en samt ekki. Að hugsa endalaust um hvað verði er eins og að vökva kvíðann þannig að hann vaxi vel. Í dáleiðslunni fann ég hvað ég var tilbúin að sleppa taki af öllu og bara vera. Ég sleppti taki af þessari miklu ábyrgð sem ég bar hvað ætti að vera og verða og lifi nú mest í augnablikinu. Ég ætla að njóta sumarsins og litlu hlutanna. Vera hér og nú.