Regnbogaferðalag Sjöan

Rúmlega þrítugur maður segir frá.

7 tímar.

Eftir sjö tíma ferðalag í gegnum regnbogann hefur ýmislegt breyst hjá mér. Sjálfstraustið hefur styrkst til muna. Þolinmæðin hefur að sama skapi aukist mikið og get ég núna auðveldlega tekist á við erfið verkefni og sem meira er gat ég brosað í gegnum mikla raun núna í sumar þegar báturinn minn bilaði og þrátt fyrir tilfinningalegt og fjárhagslegt tjón gat ég haldið ró minni.
Ég fann mun á mér strax eftir fyrsta dáleiðslutíma, fann innri frið og ró.
Á þessum 7 tímum, sem ég tók á rúmum tveimur mánuðum, náði ég að skoða líf mitt frá unga aldri og kynnast mér betur. Það kom mér á óvart hvað líf mitt var í raun gott þrátt fyrir áföll sem ég hafði lent í varðandi fyrirtækjarekstur.
Samviskubit, streita og eftirsjá hafði nagað mig í gegnum árin en Þó ég hafi misst mikið þá á ég mikið. Velgengni er góð en góð heilsa er betri.
Og nú þegar ég hugsa vel um mig þá get ég hugsað vel um aðra.
Ég er einnig farinn að forgangsraða þegar kemur að fólki og ég þarf ekki að þóknast öllum.