Hætta að reykja dáleiðsla

57 ára maður segir frá.

Ég var búinn að reykja í 40 ár þegar ég ákvað að nú væri nóg komið.
Oft hafði ég sagt þessa setningu við sjálfan mig og reynt ýmislegt en aldrei gengið lengur en í 2-4 daga.
Nú var ég hinsvegar farinn að finna verk fyrir brjóstinu og aukinni þreytu og orkuleysi og líkaminn líklega farinn að láta mig vita að nóg væri komið.
Ég hafði verið harður vindlareykingamaður í lengri tíma en þar áður var ég mest í sígarettum.
Nú var netið að benda mér á Hólmfríði svo næsta skref var að fara til hennar.
það kom mér á óvart hvað hún skoðaði líf mitt vel og allt sem ég hafði lent í á stuttum tíma.
Þarna sat hún með blað og penna og skrifaði upp líf mitt á ca 30 minútum.
Svo benti hún mér á nokkra hluta af mér sem þyrfti að leggja áherslu á að vinna með. Vindlarnir voru ekkert sérstaklega inn í myndinni.
Ég byrjaði á að skoða mig sem strák, heimilið mitt og skóla.
Sá mig vel þar sem ég var 13-14 ára að byrja að reykja bakvið skúr við skólann.
Hún vildi fá nöfnin á krökkunum sem voru með mér og það kom á óvart hvað ég mundi allt vel.
Þetta var frekar skemmtileg minning og skemmtilegur tími og reykingarnar voru mjög félagslegar og auðvitað bara töff að vera að gera það sem maður mátti ekki.
Síðan var ég sendur í daginn í dag.
Hvernig það væri öðruvísi að reykja í dag 57 ára.
Svona var ég látinn flakka fram og tilbaka þar til ég sá að tóbakið var að gera nákvæmlega ekki neitt fyrir mig lengur.
Ég var síðan látinn skoða mögulegt fall og hvernig ég myndi bregðast við ef ég lenti í erfiðleikum. Myndi ég falla?
Við skoðuðum styrkinn minn. Ég fór einmitt í minningu þegar ég var að útskrifast og ægilega stoltur af sjálfum mér. Ég hafði náð settu markmiði.
Þessi minning var síðan valin sem minn helsti styrkur.
Við náðum í fleiri minningar til að efla styrkinn.
Við hreinsuðum síðan út allt sem ég hef ekkert við að gera í dag.
Það kom mér verulega á óvart að það var ekkert sérstaklega verið að vinna með tóbakið sjálft heldur styrk minn og veikleika.
Þessi 90 min. tími dugði mér og ég hef ekki reykt síðan og nú eru liðnir 8 mánuðir. Fyrstu 4 dagarnir voru svolítið erfiðir en ekkert eftir þann tíma.
Ég fór að hreyfa mig og hugsa betur um mig því tíminn hafði þannig áhrif á mig að ég sá betur stöðuna sem ég var búinn að koma mér í.