Raunhæf markmið

Dáleiðsla – Höfnun, sjálfstraust

16 ára stelpa segir frá

Við vinkonurnar sóttum allar um í sama menntaskóla og ég var sú eina sem var ekki tekin inn.

Þetta var mikil höfnun og ég missti sjálfstraust.

Ég á ekki auðvelt með að læra og þarf að hafa fyrir hlutunum þannig að vera vinalaus í skólanum ofaná hitt var bara of erfitt.

Mig langaði strax til að hætta og byrjaði að mæta illa og í raun var ég ákveðin í að hætta. Ég átti erfitt með að vakna á morgnana því ég átti ekki vini í skólanum og mig langaði ekki þangað.

Einn daginn sagði mamma mér frá dáleiðslu sem væri kannski eitthvað fyrir mig. Ég hugsaði að ég hefði engu að tapa og ákváð að mæta í einn tíma og sjá hvort það hjálpaði en ég hafði littla trú á því. Ég var svartsýn.

Tímarnir urðu 2 og þeir breyttu lífi mínu því ég byrjaði að mæta í skólann og ég náði prófunum og ég byrjaði í nýjum skóla í janúar.

Í dáleiðslunni lærði ég að setja mér markmið. Ég vann með raunhæf markmið og bara eitt í einu.  Ég var viss um að vilja skipta um skóla en sá að best væri að klára önnina og skipta svo til að dragast ekki afturúr.

Það sem mér fanst skemmtilegt var að við unnum með prófkvíða og hvaða einkunn ég vildi fá en þessi markmið áttu auðvitað að vera raunhæf. Ég átti svo að sjá fyrir mér hvernig ég myndi læra fyrir prófin og hvernig mér myndi ganga. Ég sá að ég fékk ágætis einkunn í sumu og rétt náði öðrum fögum en það voru akkúrat markmiðin mín og þau voru raunhæf.

Til að ná þessari hugsun var unnið með sjálfstraustið þar sem ég sá allt þetta fyrir mér gerast.

Hefði ég hætt eins og ég ætlaði, þá hefði ég misst heila önn, en ég kláraði og fékk fögin metin og fór í annan skóla. Það var ekki skólinn sem vinkonur mínar fóru í en það var skóli sem ég var mun sáttari við og ég er strax búin að kynnast nýjum krökkum. Líklega hefur það gerst því ég var ánægð. Í hinum skólanum var ég svo óhamingjusöm að enginn nálgaðist mig. Ég var með lokað fyrir samskipti því ég var ósátt.

Það er ótrúlegt hvernig hugurinn getur orði stopp eins og að ganga á vegg og komast ekki lengra.

Ég er mjög þakklát fyrir þennan stuðning, hvatningu og hjálp sem ég fékk.