Dáleiðsla – ótti, öryggi
48 ára kona segir frá
Ég hef átt erfitt með að rifja upp minningar. eins og ég hafi lokað á barnæsku mína og þá bæði góðar og slæmar minningar.
Þar sem börnin mín hafa verið að spyrja mig hvernig þetta og hitt hafi verið hjá mér í æsku og ég ekki getað svarað datt mér í hug að skoða hvort hægt væri að hressa upp á minnið með dáleiðslu.
Ég valdi Hólmfríði þar sem ég fann út að hún væri með mikla reynslu sem dáleiðari hér á landi og virkaði traustvekjandi.
Það sem kom mér verulega á óvart var að ég hafði verið með dramatískara móti sem barn og þurfti ég að skoða sársauka sem fólst í því að tína handprjónaðri peysu frá langömmu minni í skólanum. Eftir á var þetta frekar fyndið en alls ekki á meðan ég var í minningunni á dáleiðslubekknum. Ég var 6 ára og nýbyrjuð í skóla og þessi peysa var í miklu uppáhaldi. Hún var þó alls ekki ný og orðin frekar lítil á mig en hún hvarf eftir mjög skemmtilegan leikfimistíma sem var mjög sársaukafullt og ég grét í 3 daga því hún fanst ekki. Þetta var sem sagt mín fyrsta dramatík.
Það sem var síðan frekar skemmtilegt var hoppið eins og Hólmfriður kallaði það.
Þegar ég var búin að skoða dramatíkina varðandi peysuna þá hoppaði ég yfir í mig 48 ára og fékk spurninguna: Hvernig er dramatík öðruvísi í dag 48 ára? Er hún eitthvað öðruvísi?
Þessi vinna var virkilega skemmtileg og gaf mér sýn á hvernig ég hafði breyst með árunum og hvar ég sæti föst í dag eins og í óttanum og hafði ekki hugmynd um að ég héldi pikk fast í öryggi.
Ég fékk spurningar eins og þessar:
Hvað hefur ótti gert fyrir þig?
Hefur ótti breytt þér?
Hvað hefur öryggi gert fyrir þig?
Hvenær manstu fyrst eftir öryggi?
Hversu mikilvægt er öryggi í dag?
Ég var mjög ánægð með þennan tíma og ætla að leyfa mér að fara í endurkomu til að skoða minningar.
Ég upplifði mikinn létti eftir tímann og ég á auðveldara með að segja frá æskunni ef einhver spyr mig og eins skoða ég góðu og fyndnu minningarnar af og til þegar ég læt hugann reika.
Virkilega jákvæð og frelsandi vinna sem ég mæli hiklaust með.