Andlegt ofbeldi

Dáleiðsla – stjórnsemi

Rúmlega fertug kona segir frá

Ég er í sambandi með manni sem hefur stjórnað mér.

Hann er búinn að stjórna mér í mörg ár og svo er hann stórkostlegur framhjáhaldsseggur.

Það sem er verst í þessu öllu er að ég er búin að vera að reyna að hjálpa honum öll árin.

Hvernig er annars hægt að verða svo meðvirkur?

Líklega er hann andlega veikur og ég orðin það með honum.  Það er víst auðvelt að veikjast með þeim veika og sumir þurfi ekki nema 3 mánuði til að veikjast í svona sambandi.

Við eigum börn saman og hann er fyrirvinna að stóru leiti og hann veit það.

Hann hefur stjórnað stórkostlega með líðan sinni og þannig beitt andlegu ofbeldi. Þegar hann hefur verið í fýlu þá var í lagi að öllum liði illa og hann var oft í fýlu og hann stjórnaði með fýlunni en þannig beitti hann andlegu ofbeldi.

Hann er þunglyndur og þegar hann var þunglyndur tiplaði ég stanslaust á tánum í kringum hann. Börnin okkar gerðu það líka. Þau lærðu af mér.

Þegar hann varð þunglyndur þurfti hann að fara. Hann þurfti að draga sig í hlé til að losna við okkur. Losna undan álaginu sem var ég og börnin. Þá fór hann í framhjáhaldsferðirnar og stundum erlendis. Stundum var hann í 3 daga og stundum nokkrar vikur og þegar hann fór í burtu þá var hann í stanslausu símasambandi við mig. Þá var ég ómissandi en þá óð hann yfir mig og lét mér líða illa því ég átti sök á því hvernig komið var fyrir honum.

Ég tiplaði á tánum í kringum hann þegar honum leið illa til að honum liði betur. Ég var alltaf að hugsa um hann og þannig vonaði ég að hann færi að hugsa vel um mig.

Ég hafði slæm áhrif á börnin okkar þegar hann óð yfir mig með vanlíðan sinni.

Það var svo vont að vita af hinum konunum. Þegar ég hugsaði um þær varð ég orkulaus og þreytt og stundum hélt ég að þetta væri allt ímyndun í mér og ég væri þessi veika og stundum óskaði ég mér að það væri ímyndun en þegar ég fann einhver skilaboð þá mundi ég að það var hann sem var veikur og skilaboðin fann ég bæði í símanum hans og í tölvunni hans frá öðrum konum og þá gekk ég á hann og hann viðurkenndi framhjáhöldin en sagði þau mér að kenna. Ég væri vond við hann og hann fengi enga huggun hjá vondri konu.

Stundum langaði mig að losna við hann, en mest langaði mér að breyta honum. breyta honum í manninn sem ég giftist fyrir rúmum 10 árum.

Þegar hann var þunglyndur fann hann lausn annarsstaðar. Hann lét sig hverfa úr hinu daglega umhverfi í nýtt umhverfi þar sem hann gat flúið sjálfan sig. Þá stjanaði hann við aðrar konur og hann borgaði. Hann gekk stundum svo langt að borga mörg hundruð þúsund krónur fyrir þær og það viðurkenndi hann þegar við áttum ekki pening.

Hvernig var hægt að vera konan sem bíður eftir að þessi maður breytist? Hún hlýtur að vera veik.

Ég hef gengið reglulega til sálfræðings og enga lausn fundið. Mig langar bara alltaf að fá manninn minn aftur eins og hann var fyrstu árin. Þá var hann til staðar fyrir mig og við vorum ástfangin en þá ást hefur hann ekki sýnt mér í mörg ár.

Ég hef sjálf verið þunglynd í langan tíma. Sjálfur notaði hann þunglyndið sem vopn.

Stundum var hann hress og reyndi að bæta fyrir syndir sínar. Þá hélt ég að hann væri að koma aftur tilbaka til mín.

Ráðþrota komin í dáleiðslu til Hólmfríðar

Ég var þunglynd, orkulaus og þreytt þegar ég gekk inn til hennar og ég gekk líka þreytt út úr fyrsta tíma en kærulausari. Ég fór í gegnum fullt af tilfinningum sem snéru að mér og það var bara hörku vinna. Daginn eftir vaknaði ég öðruvísi. Ég fann einhvern frið. Það var ekkert að trufla mig og það sem mér fanst kannski best við vinnuna var að Hólmfríður vildi eingöngu vinna með mig en ekki einhverja ákvörðunartöku.

Ég þurfti að finna styrkinn minn til að standa með mér. Finna styrkinn til að hugsa um mig.

Ég hætti að hugsa um manninn minn en ég var áfram á heimilinu. Ég sá hann þarna bara eins og sjónvarpskassa. Hann var öðruvísi, hann hafði ekki áhrif á mig lengur.

Eftir þriðja tíma sagði Hólmfríður mér að ég þyrfti ekki að koma aftur neitt á næstunni því nú væri ég nógu sterk.

Ég þyrfti ekki að ákveða hvað ég vildi gera því það kæmi af sjálfu sér. Annaðhvort myndi ég svara fyrir mig eða fara.

Þetta fanst mér svolítið skrítið og satt best að segja fanst mér þetta hálfgerð höfnun en það leið ekki nema 5 dagar þar til ég var búin að taka stjórnina í mínar hendur.

Ég var orðin nógu sterk til að setja honum mörk. Annaðhvort færi hann eða hann kæmi vel fram. Það var ekki bara hvað ég sagði heldur hvernig ég sagði það.

Það er engin sérstök reynsla komin á þetta enn en mér líður svo miklu betur og það er akkúrat það sem máli skiptir.