Kvíði og svefn

Dáleiðsla – kvíði, svefn

Spennan var jákvæð, hún var ný en ég réð ekki við hana.

Rúmlega fertug kona segir frá.

Þegar ég mæti í dáleiðslu til Hólmfríðar var ég búin að berjast við kvíða og svefnleysi í um hálft ár. Ég er vanaföst og hef lengi búið á sama stað og verið í góðu starfi.

Skyndilega lendi ég í því að missa vinnuna en fæ fljótlega nýtt og spennandi starf sem varð til þess að ég flyt. Það var mikið álagi á stuttum tíma og þó ég hafi verið sátt við breytingarnar virtist eitthvað ekki vera í lagi. Hér var ég alls ekki að skilja hvað var að gerast hjá mér en kvíðinn var farinn að stjórna mér og ég svaf illa. Alltaf vöknuð um kl 6 á morgnana eða um klukkutíma fyrr en ég átti að gera. Svaf laust og hugurinn fór að reika um miðja nótt. Ég var komin í að skipuleggja og plana á fullu um miðjar nætur. Ég vissi vel að svona gæti ég ekki haldið áfram enda var þreytan farin að sýna sig í stoðkerfisvanda og ég varð auðveldlega reið.

Ég fór í 2 tíma til Hólmfríðar þar sem við unnum með streitu og kvíða í fyrri tímanum og svo kvíða og svefn í seinni tímanum.

Í dáleiðslunni komst ég að því að ég hafði skapað svo mikla spennu og eftirvæntingu við að flytja og byrja í nýju starfi að spennan varð að streitu og streitan að kvíða og kvíðinn stal svefninum.

Þótt nýja lífið mitt væri mjög áhugavert og spennandi var spennan bara eitthvað svo ný fyrir mér að ég réð ekki við hana. Ég var vön að vera á sama stað, með sama fólki og lifði frekar rólegu lífi. Þegar breytingar fóru af stað var eins og allt væri sett á fullt og ég missti stjórnina. Ég fékk einnig áhyggjur af framtíðinni sem voru ekki áður.

Í dáleiðslunni skoðaði ég öryggið mitt og þægilegt líf fyrir breytingar og svo hvernig lífið breyttist á þessum 6 mánuðum.

Ég fann að spennan og streitan voru í svo stóru hlutverki hjá mér að mér hafði enganvegin tekist að ná stjórn þrátt fyrir að hafa farið í jóga, stundað líkamsrækt og talað við vini. Ég réð ekki við neitt.

Í dáleiðslunni spjallaði ég við streituna og sýndi henni afhverju hún kom og hvort hún væri að gera gagn í dag og hvort ég mætti losna við hana og samt standa mig áfram í starfi og hinu daglega lífi. Ég flakkaði fram og tilbaka á milli minninga frá því mér var sagt upp og hvernig ég tók því og svo ferlið að finna nýja starfið og sætta mig við flutningana.

Dáleiðslan var mjög skemmtileg og alveg frábært að spjalla við streitu, kvíða og svefn. Að spyrja streituna hvað hún væri að gera fyrir mig og hvort hún væri ekki orðin þreytt á hlutverki sínu fanst mér einstakt. Eins spjallaði ég við hina hlutana, kvíða og svefn með góðum árangri.

Í dag er ég róleg og mér líður vel. Ég er örugg og sef jafn vel og áður ef ekki betur.