Að sleppa taki

Dáleiðsla – sleppa taki

20 ára stelpa segir frá.

Ég varð mjög ástfangin 17 ára og við vorum að hittast af og til í 2 ár en hann vildi aldrei alvöru samband og alls ekki sambúð.

Hann var mjög upptekinn af sjálfum sér, kominn af vel stæðu fólki og átti að mennta sig vel. Það var ætlast til mikils af honum og held ég að foreldrar hans hafi aldrei kunnað vel við mig sem hjálpaði okkur ekki.

Þetta er ekkert einsdæmi það sem henti mig en það sem er ekki í lagi hér er að ég beið alltaf eftir honum og mætti alltaf þegar hann hringdi.

Þegar ég fékk svo 100% höfnun fyrir um ári síðan brotnaði ég algjörlega saman og varð mjög reið. Ég varð erfið í samskiptum við fjölskyldu og vini og átti erfiðara með nám, að vakna og að sofna.

Þegar ég sá að ég var ekki að ráða við þetta lengur fór ég að leita á netinu af allavegana meðferðum og hjálp og þar kom Hólmfríður dáleiðari upp aftur og aftur.

Ég fór í 3 tíma til hennar sem hjálpuðu mér mjög mikið og skoðuðum við góðu tímana og mér fanst skrítið að Hólmfríður benti mér á að ég gæti haldið kærleikanum til hans þrátt fyrir allt en sleppa taki, fyrirgefa og halda frjáls áfram.

Ég var ekki að fyrirgefa honum til að fría hann heldur mig.

Það er erfitt að upplifa mikla höfnun og halda stanslaust í vonina og það tekur tíma að sleppa taki svo það gerðist ekki strax enda var engin þörf á því að láta hann hverfa úr huganum en eftir þriðja tímann fanst mér ég vera orðin það frjáls að hann truflaði mig ekki lengur og ég var farin að sofa mun betur. Hugurinn var kominn annað og ég átti auðveldara með að vera róleg í núinu.