Rúmlega fertug kona segir frá.
Komin til Hólmfríðar og þegar ég geng inn til hennar er ég nánast búin að fá nóg af ástandi mínu. Hér er ég búin að ganga til sálfræðinga i mörg ár en án árangurs.
Hef aldrei tekið lyf en var búin að ákveða að ef dáleiðslan myndi ekki virka færi ég á lyf. Nú eru 3 ár síðan og ég enn lyfjalaus, kvíðalaus og algjörlega laus við meðvirkni.
Ég var alltaf til staðar fyrir aðra og alltaf að reyna að hjálpa öðrum óumbeðið.
Það sem ég skildi ekki var að ég gat einungis hjálpað sjálfri mér en ekki þeim sem enga hjálp vildu.
Móðir mín var andlega veik og drakk mikið. Ég ólst upp við alkhólisma.
Ég var barnið sem kom of seint í skólann, nestislaus og stundum sokkalaus því það voru engir sokkar til.
Mamma var stundum alveg fín en oftast í glasi.
Mamma er samt þessi kona sem þjóðfélagið þekkir og hún vann sína vinnu.
Ég hélt of lengi í óttann sem ég upplifði fyrst þegar mamma var með partý heima og húsið fullt af fólki sem ég þekkti ekki.
Mamma var mislynd svo ég vissi aldrei hver myndi opna hurðina þegar ég kæmi heim eða hvort hún myndi opna fyrir mér yfir höfuð.
Stundum komst ég ekki inn fyrr en undir kvöld.
Þegar ég komst inn passaði ég að hafa ekki hátt.
Ég vildi ekki trufla og þannig var það oft.
Ég tiplaði á tánum, ég var meðvirk.
Í dáleiðslunni áttaði ég mig á að mamma var enn að stjórna lífi mínu þrátt fyrir að ég væri fyrir löngu flutt af heiman.
Ég var enn á tánum í kringum hana að reyna að gera henni til geðs.
Reyna að vera nógu góð til að vera elskuð.
Kærleikann fékk ég auðvitað aldrei.
það var ekki fyrr en að Hólmfríður benti mér á að sleppa taki á mömmu og fara að hugsa um mig að eitthvað gerðist.
Sleppa henni algjörlega og leyfa henni að vera nákvæmlega eins og hún er, ekki reyna að breyta henni né fá hana til að gera eitthvað sem hún vildi ekki.
Þetta virtist allt svo einfalt.
Hvernig gat ég gengið með kvíðann öll þessi ár?
Auðvitað var mamma stundum glöð en þá var allt svo æðislegt.
Þá fórum við út að borða, í bíó og að heimsækja fólk.
Þegar það var gaman voru til nóg af peningum og þá vorum við beinlínis rík.
Mamma gat allt og hún var svo flott. Hún var hátt uppi, hún var manísk.
Það var gaman en mér kveið fyrir þegar hún færi niður.
Það var aldrei talað um að mamma væri veik.
Í dáleiðsluástandi skoðaði ég uppeldi mitt og sá afhverju ég væri kvíðin í dag og hvernig ég gæti losnað við kvíðann.
Ég þurfti bara að sleppa takinu. Það var loksins auðvelt.