Hætta að reykja dáleiðsla

Dáleiðsla – hætta að reykja

28 ára kona segir frá.

Ég byrjaði fyrst að reykja 13 ára með vinum úr skólanum en svo var ég farin að reykja daglega 17 ára og hef því reykt nánast daglega í 11 ár. Ég er í námi sem tengist heilsu og sé því betur og betur hvernig reykingar geta farið með mann og var því orðin mjög hrædd um heilsuna mína þegar ég ákvað að stíga skrefið til fulls og hætta að reykja. Mér tókst í eitt skipti að vera reyklaus í 8 daga og það gekk bara vel þar til álagið í skólanum felldi mig og sjálfsaginn fauk út um gluggann.

Ég er mjög ákveðin og hef alltaf getað gert það sem ég ætla mér en nú vantaði mig hjálp og þá fann ég Hólmfríði dáleiðara. Mér hefur lengi fundist dáleiðsla spennandi og langaði að prófa hana.

Ég var vön að stunda jóga og hef átt auðvelt með að fylgja hugleiðslu svo það var lítið mál fyrir mig að slaka á og treysta í tímanum mínum. Ég fór í minningar úr æsku þar sem ég var að skamma eldri systur mína fyrir að reykja og mundi svo vel hvað ég var ákveðin í að byrja aldrei sjálf. Ég skoðaði minninguna þegar ég var að fikta við þetta í fyrsta skipti og hvað spennan var mikil sem fylgdi því sem ekki mátti. Pukrast með vinum og þannig jókst það smátt og smátt þar til ég var farin að reykja ein og reykingarnar ekki lengur skemmtun eða félagslegar.

Þetta var bara ávani og fíkn sem ég vildi losna við.

Hólmfríður spurði mig hvort ég væri að æfa eða hreyfa mig eitthvað og ég var auðvitað ekki að gera neitt. Aldrei neinn tími fyrir mig, skóli, læra heima og vinna með um helgar og var dauðþreytt á kvöldin.

Til að vera sterkari og minni líkur á falli þurfti ég nú að fara að taka á því. Ég ákvað að fara í ræktina þrisvar í viku og ganga hina dagana og ég átti að vera sérstaklega dugleg við þetta í 2 vikur.

Ég var í fráhvörfum í heila 4 – 5 daga þar sem ég vaknaði um miðja nótt við skrítna drauma og sveittari en venjulega, var óvenju óskýr í skólanum og mjög utanvið mig. Ég var sem sagt að fara í gegnum fráhvarfsdagana þar sem nikótínið var að kveðja mig, fara úr líkamanum, og þessir dagar voru erfiðir en ég var komin með nokkur trikk sem hljómuðu í hausnum á mér aftur og aftur síðan úr dáleiðslunni hvernig ég myndi bregðast við þessum aðstæðum og ég gerði það.

Þetta var svolítið eins og að hafa ekki val. Geta ekki byrjað aftur sem var mjög skrítin tilfinning.

Ég hef ekkert reykt síðan ég fór í þennan 90 min tíma og hausinn er orðinn aftur skýr og mér gengur vel í námi. Verð að viðurkenna að það gerðist ekki alveg strax, held það hafi tekið mig heilar tvær vikur.

Nú þarf ég ekki lengur að hafa áhyggjur af heilsunni og fjármálin ganga betur. Ég er á flottum stað.