Dáleiðsla – sjálfstraust
Tæplega fimmtug kona segir frá.
Við mér blasti ýmsar nýjungar sem ég átti erfitt með að tileinka mér. Ég hafði alltaf átt auðvelt með að vera leiðtogi í starfi og góður stjórnandi. Ég fór fljótlega í starf yfirmanns eftir að ég gekk í stöðu fyrirtækis míns og hef verið það alla tíð síðan. Síðustu þrjú árin hafa verið miklar breytingar hjá fyrirtækinu og nýtt fólk komið inn og nú er svo komið að mér finst ég eiga keppinauta sem vilja ýta mér frá og taka frá mér starfið.
Yngra fólk með hraðari orku. Það er eins og þau hafi tekið sig saman um að leggja mig í einelti og eru með leiðinlegar athugasemdir í kaffipásum sem snúa að mér. Fyrir utan þetta líður mér vel heima, ég á fjölskyldu sem stendur með mér og er á góðum stað í lífinu.
Eftir hálftíma viðtal hjá Hólmfríði um líðan mína og ástæðu fyrir því að ég væri komin til hennar var farið í dáleiðsluna. Þegar ég pantaði tímann hafði ég enga sérstaka trú á því að þetta gæti hjálpað mér þar sem ég hafði farið í dáleiðslu annarsstaðar og var ekki að virka fyrir mig en eftir viðtalið hjá Hólmfríði var ég strax komin með einhvern styrk sem sagði mér að trúa. Hér skipti traust miklu máli.
Ég var leidd í dáleiðsluna og fór frekar djúpt sem kom mér verulega á óvart. Vinnan var frábær og svolítið hæg í byrjun. Eftir einhvern tíma var vinnan komin á fullt og svaraði ég öllum spurningum með já eða nei, en aldrei ég veit það ekki.
Það var eins og mér væri ekki gefið færi á að vera ekki viss með hlutina en síðustu mánuði hafði ég upplifað mikla óvissu í starfi og átt erfitt með að vera ákveðin eins og áður.
Hólmfríður er mjög örugg í sínu fagi og ákveðin og hikaði aldrei sem gaf mér öryggi. Hún vissi alltaf hvað kæmi næst. Fyrri reynsla hafði gefið mér vantraust en nú fann ég að þetta væri öðruvísi og ég var á réttum stað í réttum höndum sem gaf mér fullt öryggi til að sleppa tökum og full nýta mér dáleiðsluna.
Við unnum með gamla styrkinn minn og ég sá fyrir mér skjá og líf mitt eins og það var þegar mér leið sem best í starfi, full sjálfstrausts og enginn gat haggað því.
Svo var mér bent á nýjan ská og sá líf mitt eins og það hafði verið síðustu vikur og mánuði. Það var erfitt að sjá og frekar dapurlegt að hafa farið á þennan stað í lífinu.
Þriðji skjárinn var svo framtíðin og hvernig ég nú vildi hafa það. Mikið var auðvelt að sjá nákvæmlega hvernig ég vildi hafa hlutina og fá orkuna mína og sjálfstraust aftur.
Síðan stökk ég fram og tilbaka þar til ég var komin með fullan styrk til að standa með sjálfri mér og gera það á jákvæðan hátt.
Fyrstu dagarnir í vinnunni eftir þennan tíma voru ótrúlegir. Það náði enginn að hagga mér. Ég var orðin aftur gamla ég og eini munurinn var aukin reynsla sem ég get lært af.
Ég er hætt að hugsa um starfsmennina og hvort aðrir séu að tala um mig og trúi því að ég sé enn best í þessu starfi og engin þörf fyrir ótta um að einhver taki það frá mér eða eigi það betur skilið.