Dáleiðsla – hætta að reykja
22 ára strákur segir frá.
Ég byrjað að reykja 13 ára gamall með vinum mínum.
Þetta var spennandi og félagstengt og átti bara að standa stutt enda var ég alltaf á móti reykingum.
Það hjálpaði ekki að mamma og pabbi reyktu og því auðveldara að verða kærulaus.
Ég hef aldrei verið ákveðinn eða öruggur og fór því að fylgja straumnum.
Þegar ég flutti til Reykjavíkur og fór í Menntaskóla fór ég einn. Félagarnir fóru annað og ég var mjög einmana. Af gömlum vana hélt ég áfram að reykja þó vinirnir væru ekki til staðar.
Það tók mig frekar langan tíma að aðlagast og þegar ég byrjaði svo í háskóla skildi ég eiginlega ekki afhverju ég væri enn að reykja og sérstaklega ekki að ég hafði aldrei reynt að hætta.
Hér var ég búinn að kynnast frábærri stelpu sem var reyklaus og nú vildi ég verða það líka.
Ég áttaði mig á að þetta var kannski ekki besti tíminn til að reyna að hætta þegar ég væri kominn í krefjandi nám og mátti ekki missa neinn tíma úr vinnu. Ég þurfti að standa mig í náminu og því varð mér þetta um megn og ég leitaði til Hólmfríðar.
Í dáleiðslunni var farið í barnæskuna og uppeldið og flakkað á milli tíma.
Ég sótti í gamlan styrk og við unnum töluvert með sjálfstraustið til að ég gæti staðið við bakið á sjálfum mér.
Þetta var mjög skemmtilegur tími og alls ekki krefjandi eins og ég var búinn að sjá fyrir mér áður en ég mætti.
Nú er ég búinn að vera reyklaus í rúma tvo mánuði sem er auðvitað ekki langur tími en það skrítnasta við þetta allt saman er að mig langar ekkert í sígarettu.