Fullkomnun

Dáleiðsla – Fullkomnunarárátta

36 ára kona kemur í dáleiðslu til að losna við fullkomnunaráráttu.

Komin í dáleiðslu til Hólmfríðar til að átta mig á orkuleysi og þreytu.

Ef börnin komu of seint í skólann eða ég of sein í vinnuna byrjaði ég strax að dæma mig. Ég fór strax að hugsa hversu ómöguleg ég væri. Ég óttaðist líka að missa dag úr vinnu þó ég væri veik og vissi vel að ég yrði að hvíla mig til að ná heilsu aftur.

Ég stjórnaði heimilinu og fólkinu mínu með því að leiðbeina þeim. Ég var alltaf við stjórn og mjög dugleg. Ég vissi reyndar ekki hversu stjórnsöm ég var fyrr en eftir dáleiðslutímann og líklega var ég búin að vera of dugleg of lengi. Hélt bara að lífið væri svona.

Ég hef verið mjög orkumikil í vinnunni og ánægð þar, en lítil orka heima og þreytt um helgar og hef notaði kaffi óspart til að hressa mig við yfir daginn en borða annars frekar hollt, er reyklaus og æfi 3x í viku.

Hraust með gott líf en sjaldan innri gleði.

Ég  bjó til streitu því ég þurfti alltaf að vera 100% og gerði fólkið mitt óöruggt og var um leið ómeðvitað að kenna börnunum mínum að verða eins og ég.

Ég sá að ég er haldin fullkomnunaráráttu og þurfti alltaf að hafa allt í lagi í kringum mig til að líða vel. Ég vildi td. ekki hitta fólk ef ég var ekki máluð eða rétt klædd og ef ég hafði ekki náð að taka til á föstudegi þá var ekki hægt að bjóða fólki heim þá helgina.

Ég hafði víst stjórnað manninum mínum og um leið gert hann óöruggan. Ég fékk stundum samviskubit að sýna börnunum mínum þessa hegðun.

Markmið mín eftir dáleiðsluna eru þau að sleppa tökum og hætta að stjórna og hefur mér gengið mjög vel og er mun afslappaðri. Það er líka ekkert stórmál þó einhver neiti að læra heima eða ég fari ómáluð út. Eins ef maðurinn minn er ósáttur við vini sína, þá er það ekki heldur mitt að hafa áhyggjur af.

Nú þegar ég er mun afslappaðri, held ég orkunni minni betur.

Það er ótrúlega afslappandi að hugsa stundum: Þetta skiptir engu máli!

Fullkomnunarárátta

Kannastu við allt eða ekkert?

Er möguleiki á að þú missir orkuna þína að óþörfu því aðrir skipta of miklu máli?

Langar þig að hugsa meira um það sem þú vilt og minna um það sem þú vilt ekki?

Með hjálp dáleiðslu geturðu sleppt taki af fólki og hugsunum sem skipta ekki máli og byrjað að efla jákvæða orku fyrir þína eigin velgengni.