5 einkatímar í söng 1x í viku í 50 min í senn þar sem farið er í öndun og túlkun, líkamsstöðu, tækniæfingar og sönglög á 65.000 kr.
Eftir þessa 5 tíma er hægt að kaupa framhaldsnámskeið á nýju ári 2025.
Þú getur heyrt í mér í síma 698 7807 eða sent mér póst á listamannaspjall@gmail.com og við finnum tíma fyrir þig.
Ég hef töluverða reynslu af söngkennslu og eins hef ég góða reynslu af því að hjálpa fólki að finna röddina og vinna með stam og ýmis raddvandamál þegar kemur að talröddinni og legg þá mikla áherslu á líkamsbeytingu og öndun.
Kennsla fer fram í Litla Skerjafirði, 102 Reykjavík á mánudögum eða eftir nánara samkomulagi.
Býð einnig upp á talraddartíma sem henta stjórnendum, kennurum og þeim sem vilja efla rödd og styrk. Hægt er að kaupa 5 tíma námskeið í raddþjálfun á 75.000 kr. eða stakan tíma á 17.000. Hver tími er í 50 min.
Eins býð ég upp á námskeið til að efla styrk og sjálfstraust, losna við gamlar alhæfingar, vinna með markmið og rödd. Námskeiðið er eingöngu fyrir þig þar sem þú mætir í 3 skipti í 50 min í senn. Hægt að lesa um á forsíðu.
Ég lauk 8. stigi í söng og Burtfararprófi frá Söngskólanum í Reykjavík, einsöngvaraprófi frá Konservatorium í Vín og kennaraprófi frá The Royal Akademi of Musik in London. Var einnig við nám í söng og leiklist í Mílanó.
Ég hef starfað sem óperusöngkona í Austurríki og í Þýskalandi og haldið fjölda tónleika.