Sumir lifa í hlutverki og upplifa sig fasta í þessu hlutverki eins og að hafa áhyggjur af vinum, uppkomnum börnum, systkinum eða andleg veikum foreldrum. Skiljanlega viljum við hjálpa en það er munur á að vera til staðar fyrir fullorðið fólk eða bera ábyrgð á því. Til að geta hugsað vel um aðra er mikilvægt að hugsa vel um sjálfan sig og skoða hvort hægt sé að minnka erfið og krefjandi samskipti og sleppa tökum af fólki. Meðvirkni getur skapað kærleikslausar aðstæður þar sem sá meðvirki er um leið stjórnsamur og á það til að gleyma að lifa í núinu og njóta augnabliksins. Margir koma í dáleiðslu í leit að hjálp vegna krefjandi aðstæðna á vinnustað og einstaka sinnum hefur besta leiðin verið að skipta um vinnu. Oftast er þó hægt að finna leið til að geta verið áfram á vinnustaðnum án þess að sogast í orku þess sem er meðvitað eða ómeðvitað að meiða.
Það gæti verið kominn tími til að sleppa taki af fólki og efla styrk, jákvæðni og ofnæmiskerfið.
Ef þú vilt fá hjálp með dáleiðslu geturðu pantað tíma fyrir þig. Tíma til að hugsa um það sem er mikilvægt og sleppa tökum af öllu hinu.