Einstaklega létt meðferð á bekk sem er góð til að losa um stoðkerfisvanda. Meðferðin hefur einnig góð áhrif á taugakerfið. Í meðferðinni er leitast við að losa um spennu í bandvef og hreyfa við höfuðbeinum og spjaldbeini. Þannig losnar um himnukerfi líkamans og við náum að losa um spennu. Notaður er léttur þrýstingur eða tog til að meðhöndla himnurnar sem umlykja miðtaugakerfið. Meðferðin vinnur með líkamanum í að auka eigin getu til að efla starfsemi miðtaugakerfisins og efla ofnæmiskerfið.
Flestir finna mun strax eftir fyrsta tíma og mikinn mun eftir tíma 2. Gott er að koma í 3 – 5 tíma með viku til tveggja vikna millibili. Nokkrir hafa gert þessa meðferð að lífsstíl og mæta 1x í mánuði eftir það. Tíminn er í 60 min á 17.000 kr eða 4 tímar greiddir í fyrsta tíma á 60.000.
Hólmfríður lauk þriggja ára námi í Craniosacral Therapy frá Upledger Institut árið 2014 fyrir börn og fullorðna.