Þar sem nikótín hefur áhrif á taugakerfið er mikilvægt að vinna með tilfinningar um leið. Það nægir ekki að sjá fyrir sér sígarettu og telja upp efnin í henni, sjá hversu skaðleg hún sé því við vitum það allt. En hvernig hefur nikótínið áhrif á taugakerfið? Er það að spila með tilfinningar þínar og hegðun? Margir segja að þeir upplifi ró þegar þeir fá sér sígarettu, veib eða nikótínpúða. Væri þá kannski mikilvægt að vinna með streituna þína? Jafnvel kvíða, áhyggjur og hraða? Kannski of mikla ábyrgð? Þegar þú mætir í hætta að reykja dáleiðslu eða til að losna við aðra nikótínþörf þá skoðum við allar þessar tilfinningar og líf þitt fyrir fíknina. Þegar þú þurftir ekkert á þessu að halda.