Hólmfríður Jóhannesdóttir dáleiðari starfar hjá Andlega Setrinu Lágmúla 4. Þar hjálpar hún fólki við að hætta að reykja og losna við aðra nikótínfíkn. Eins vinnur hún mikið með streitu og þá þætti sem streita og álag hefur skapað eins og kvíða, svefnleysi, sveiflur í mataræði, verki og mögulega vefjagigt. Æskan er rifjuð upp og eins  er farið í gegnum lífssöguna og svo daginn í dag og framtíðin skoðuð eins og þú getur séð hana fyrir þér. Hvað þarftu að byrja á að gera strax í dag til að fá bætta heilsu og betra líf? 

Dáleiðsla hjálpar þér að sjá skýrt hvað þú vilt og hvað þú vilt ekki og finna réttu leiðina að markmiðum þínum.

Góður dáleiðari stjórnar þér ekki heldur leiðir þig áfram í vinnu þar sem þú hefur alltaf fulla stjórn sjálf/ur og getur sleppt taki ef þú vilt. Meðferðardáleiðsla er bæði þægileg og skemmtileg meðferð og oftast mjög mikill árangur á stuttum tíma. Flestir koma í 2-4 tíma með tveggja til þriggja vikna millibili. 

Þeir sem koma í dáleiðslu eru búnir að fara í gegnum velgengni, erfiðleika og allt þar á milli. 

Þú getur bókað tíma hér í hægra horninu. Ef tímar á bókunarvef henta ekki geturðu hringt eða sent sms með ósk um tíma.