Reiki þyðir alheimsorka og er ein tegund af heilun.
Ef heilunarorkan er notuð á meðvitaðann hátt þá þróast þessi eiginleiki þannig að viðkomandi getur miðlað í gegnum sig stöðugt hærri tíðni.
Þetta hefur þau áhrif á einstaklinginn að vitundarþroski hans eykst og um leið þróast og eykst næmi viðkomandi.
Þegar þessir eiginleikar hafa verið endurvaktir er tengingin stöðug og heilunarorkan getur flætt í gegnum heilarann hvar og hvenær sem er .
Þetta veldur breytingu á orkuflutningi til annarra sem kemur fram í því að einstaklingurinn tapar ekki eins og áður eigin orku því heilunarorkan fer af stað um leið og við nálgumst þá sem þurfa á aukinni orku að halda.
Þetta gerir einstaklinginn m.a. mun sterkari og hann heldur orkulegu og tilfinningarlegu jafnvægi mun betur. Þrátt fyrir reikitenginguna getum við tapað orkunni í gegnum neikvætt hugarfar. Sérstaklega gerist þetta ef við tökum þátt í neikvæðni eða látum.
Neikvæðni annarra hafa áhrif á okkur. Hugarfarið er og verður alltaf það afl sem hefur mest áhrif á líðan okkar.
Við notum reiki til að koma okkur í tilfinningalegt og orkulegt jafnvægi.
Þetta er gert með því að leggja báðar hendur yfir orkustöðvarnar 7 og gefa hverri orkustöð reiki í 3-5 min. Þetta er fyrirbyggjandi og læknandi aðferð hvort sem um veikindi er að ræða eða ekki.
Sá sem þiggur reiki reglulega verður sterkari í ákvarðanatöku og einbeitingu, umburðarlyndari og sjálfsöruggari.