Breytt mataræði og hreyfing

Að vera sama um þyngdina er oft merki um depurð.

Að vera kærulaus með heilsuna er eitthvað sem við ættum aldrei að leyfa okkur því heilsan er það dýrmætasta sem við eigum.

Ef það er mikil streita í lífi þínu þarftu sérstaklega að passa upp á mataræði og hreyfingu því streitan er kærulaus með mataræði og matur er huggun.

Kannski líður þér ágætlega með aukakílóin og þau eru alls ekkert að trufla þig en um leið og við verðum kærulaus með þyngdina erum við í hættu með að þyngjast enn meira.

Rangt mataræði og hreyfingaleysi skapar bólgur í líkama og getur kallað á stoðkerfisvanda. Of hár blóðþrystingur getur svo kallað á enn fleiri kvilla.

Megrun er eitthvað sem við ættum að forðast og best af öllu er að geta borðað allt þó við ættum kannski ekki að fá okkur tertusneið í kvöldmat.

Fáðu þér einu sinni á diskinn, skiptu yfir í hrökkbrauð og flatkökur ef þú þarft brauð og borðaðu sjaldan karteflur. Leyfðu þér eitthvað um helgar en láttu sætindin eiga sig á virkum dögum.

Ef við getum haldið okkur frá sætindum í tvær vikur venst líkaminn að vera án sætinda. Það er að vísu sykur í flestu en stór munur á því hvort við borðum epli eða súkkulaði og ef þú þarft súkkulaði þá er það td. mun betra en tertusneið en mundu að þú ætlar að leyfa þér eitthvað um helgar og nú styttist í að þú fáir þessa sneið :)

Það er líka mikilvægt að byrja hægt og rólega á breyttu mataræði en ekki af einhverju kappi því þannig mistekst okkur frekar.

Best er að byrja á að minnka allt og breyta littlu. Tvær brauðsneiðar verður ein. Tveir kaffibollar verða einn og eitt gosglas verður hálft og ef þú þarft að drekka gos af og til skaltu sleppa alfarið að kaupa gos í stórum plastflöskum.

Við stöndum frammi fyrir því daglega að velja hvað við ætlum að borða.
Við erum mjög vanaföst og borðum yfirleitt það sama eins og við keyrum alltaf sömu leið í vinnuna þó við gætum farið aðra leið.
Með hjálp dáleiðslu er hægt að breyta þessum vana. Ég kalla fram hlutann af þér sem hefur stjórnað mataræðinu og bið hann um að segja mér hvað hann vilji kalla sig.

Segjum að hann vilji kalla sig þægindi.

Þægindi vill vera latur og borða óhollan mat eða hann vill vera mjög duglegur að elda og lætur jafnvel makann fá matarást á sér. Þægindi er ekkert endilega að elda óhollan mat en hann elskar að borða og jafnvel drekka góð vín með matnum.

Þægindi vill svo kaupa bland í poka eða ís og sitja fyrir framan sjónvarpið eða tölvuna á hverju kvöldi í staðinn fyrir að fara í ræktina eða út að ganga.

Hann heldur að þetta líf sé það besta og það þægilegasta fyrir hann. Einhversstaðar lengra inni er annar hluti af þér sem ég kalla fram. Segjum að sá hluti heiti skynsemi. Skynsemi vill hreyfa sig meira en hann gerir það ekki því hann hefur ekki tíma. Skynsemi vinnur mikið og aflar peninga fyrir heimilið. Skynsemi kemur börnunum í skólann og passar upp á að allt gangi eftir röð og reglu.

Skynsemi er þreyttur á að vera of þungur, drekka of mikið og gera aldrei neitt annnað en að horfa á sjónvarpið á kvöldin. Ég fæ þægindi og skynsem til að tala saman og komast að niðurstöðu í þessu máli og kannski er þægindi til í að víkja aðeins fyrir skynsemi og kannski er skynsemi tilbúinn að bjóða öðrum hluta að stíga fram en hvað sem gerist þá næst oft samkomulag á milli hluta sem verður upphaf af breyttu mataræði og betra lífi.


Share and Enjoy

  • Facebook
  • Twitter
  • Delicious
  • LinkedIn
  • StumbleUpon
  • Add to favorites
  • Email
  • RSS